Trans kona á Ólympíuleikum fatlaðra veldur andstæðingum óánægju Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 11:31 Valentina Petrillo er fimmtíu ára gömul sjónskert spretthlaupakona sem keppir fyrir hönd Ítalíu, áður í karlaflokki en nú í kvennaflokki. Matthias Hangst/Getty Images Spretthlauparinn Valentina Petrillo verður fyrsta trans konan til að taka þátt á Ólympíuleikum fatlaðra. Hún keppti áður í karlaflokki og vann til verðlauna. Verðandi og fyrrum andstæðingar hennar hafa lýst yfir óánægju með þátttökuna. Sjálf segist hún hafa lært að lifa með gagnrýninni og hlakkar til að keppa í París. Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið. Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið.
Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti