Til í keppni ef hlaupið er löglegt og milljónir dollara fást fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 08:18 Tyreek Hill er leikmaður Miami Dolphins og Noah Lyles er hraðasti hundrað metra hlaupari heims. getty / fotojet Noah Lyles er til í að keppa við Tyreek Hill í hundrað metra spretthlaupi, en bara ef hlaupið fer löglega fram á hlaupabraut og hann fær margar milljónir dollara fyrir. „Ef einhver er til í að kosta þennan viðburð og við keppum upp á margar milljónir dollara, og þetta er á braut, og við hlaupum hundrað metra, þá er ég til. Þetta þarf að vera gert almennilega, gilt og gott hlaup. Þú [Tyreek Hill] ert að keppa á móti manni sem hefur lagt hart að sér til að öðlast titilinn hraðasti maður heims, þú hefur getið þér orð sem flottur fótboltaleikmaður, en þú færð ekki að taka þetta stökk bara því þú ert frábær í fótbolta,“ sagði Lyles og átti við að slíkur væri heiðurinn fyrir Hill að fá spretthlaupakeppni gegn honum. Tyreek Hill says he can beat Noah Lyles in a race pic.twitter.com/zjRMbplZmP— JM Football (@JomboyMediaFB) August 12, 2024 Hill og Lyles hafa átt í opinberum samskiptum gegnum internetið síðan Lyles vann gull í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í byrjun mánaðar. Hill hefur skorað á Lyles að keppa við sig í spretthlaupi en nú nýlegast vildi hann að það yrði fimmtíu stiku hlaup. Hill býr yfir ógnarhraða, sem varnarmenn NFL deildarinnar hafa fengið að kynnast. Hann hefur einnig keppt í spretthlaupi og vann 60 metra hlaup í Bandaríkjunum í aldursflokki 25-29 ára, á tímanum 6,70 sekúndur sem gerði hann að 213. hraðasta manni heims árið 2023. Sign the contract and lock in that 50 yard race …. https://t.co/b2I0QXojvU— Ty Hill (@cheetah) August 18, 2024 Hann hefur hins vegar hraðast hlaupið hundrað metra á 10,19 sekúndum. Lyles vann gullið á ÓL með hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Það verður því að þykjast ansi ólíklegt að Hill eigi séns í Lyles á hundrað metra braut, en mögulega ef hún yrði styttri líkt og hann lagði til. Lyles virðist þó ekki vilja keppa á styttri braut. Hvort eitthvað verði af stóru orðunum á því eftir að koma í ljós. NFL Hlaup Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Sjá meira
„Ef einhver er til í að kosta þennan viðburð og við keppum upp á margar milljónir dollara, og þetta er á braut, og við hlaupum hundrað metra, þá er ég til. Þetta þarf að vera gert almennilega, gilt og gott hlaup. Þú [Tyreek Hill] ert að keppa á móti manni sem hefur lagt hart að sér til að öðlast titilinn hraðasti maður heims, þú hefur getið þér orð sem flottur fótboltaleikmaður, en þú færð ekki að taka þetta stökk bara því þú ert frábær í fótbolta,“ sagði Lyles og átti við að slíkur væri heiðurinn fyrir Hill að fá spretthlaupakeppni gegn honum. Tyreek Hill says he can beat Noah Lyles in a race pic.twitter.com/zjRMbplZmP— JM Football (@JomboyMediaFB) August 12, 2024 Hill og Lyles hafa átt í opinberum samskiptum gegnum internetið síðan Lyles vann gull í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í byrjun mánaðar. Hill hefur skorað á Lyles að keppa við sig í spretthlaupi en nú nýlegast vildi hann að það yrði fimmtíu stiku hlaup. Hill býr yfir ógnarhraða, sem varnarmenn NFL deildarinnar hafa fengið að kynnast. Hann hefur einnig keppt í spretthlaupi og vann 60 metra hlaup í Bandaríkjunum í aldursflokki 25-29 ára, á tímanum 6,70 sekúndur sem gerði hann að 213. hraðasta manni heims árið 2023. Sign the contract and lock in that 50 yard race …. https://t.co/b2I0QXojvU— Ty Hill (@cheetah) August 18, 2024 Hann hefur hins vegar hraðast hlaupið hundrað metra á 10,19 sekúndum. Lyles vann gullið á ÓL með hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Það verður því að þykjast ansi ólíklegt að Hill eigi séns í Lyles á hundrað metra braut, en mögulega ef hún yrði styttri líkt og hann lagði til. Lyles virðist þó ekki vilja keppa á styttri braut. Hvort eitthvað verði af stóru orðunum á því eftir að koma í ljós.
NFL Hlaup Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Sjá meira