Ég er eins og ég er Sólveig Sigurðardóttir skrifar 20. ágúst 2024 16:01 Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun