Ég er eins og ég er Sólveig Sigurðardóttir skrifar 20. ágúst 2024 16:01 Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun