Staðfesta að Íranar brutust inn í tölvur framboðs Trump Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:07 Donald Trump var fórnarlamb tölvuárásar Írana samkvæmt mati bandarísku leyniþjónustunnar. Hann rifti meðal annars kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran í forsetatíð sinni og lét ráða háttsettan herforingja íranska byltingarvarðarins af dögum. AP/Julia Nikhinson Bandaríska leyniþjónustan staðfestir að írönsk stjórnvöld hafi staðið á bak við gagnastuld frá forsetaframboði Donalds Trump. Hún telur Írani einnig hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi framboðs Kamölu Harris. Gögnum frá framboði Trump, meðal annars um J.D. Vance varaforsetaefni Trump, var lekið til nokkurra bandaríska fjölmiðla á dögunum. Framboð Trump sagðist hafa verið fórnarlamb tölvuárásar sem það sakaði írönsk stjórnvöld um að standa að. Nú hefur alríkislögreglan FBI og fleiri leyniþjónustustofnanir staðfest að þær telji Írani ábyrga fyrir árásinni. Markmið hennar hafi verið að hluti af tilraunum stjórnvöld í Teheran til þess að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og mögulega úrslit forseta- og þingkosninganna í haust. Sendinefnd Írana hjá Sameinuðu þjóðunum vísaði ásökununum á bug og sagði þær ekki studdar rökum. Írönsk stjórnvöld hefðu hvorki ástæðu né áhuga á að hafa áhrif á kosningarnar. Skoraði hún á bandarísk stjórnvöld að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Auk þess að brjótast inn í tölvur framboðs Trump telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir hafi sent að minnsta kosti þremur starfsmönnum framboðs Kamölu Harris svikapósta. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágegnt með þær netveiðar (e. phishing), að sögn AP-fréttastofunnar. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við gagnalekanum innan úr framboði Trump nú voru töluvert frábrugðin því þegar rússneskir tölvuþrjótar stálu tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton og láku í gegnum Wikileaks árið 2016. Þeir fjölmiðlar sem fengu gögnin nú kusu að skrifa ekki fréttir upp úr gögnunum heldur einblína á uppruna lekans. Árið 2016 skrifuðu sömu miðlar fjölda frétta upp úr póstum kosningastjórans, allt niður í tillögur hans að bestu risotto-uppskriftinni. Íran Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Gögnum frá framboði Trump, meðal annars um J.D. Vance varaforsetaefni Trump, var lekið til nokkurra bandaríska fjölmiðla á dögunum. Framboð Trump sagðist hafa verið fórnarlamb tölvuárásar sem það sakaði írönsk stjórnvöld um að standa að. Nú hefur alríkislögreglan FBI og fleiri leyniþjónustustofnanir staðfest að þær telji Írani ábyrga fyrir árásinni. Markmið hennar hafi verið að hluti af tilraunum stjórnvöld í Teheran til þess að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og mögulega úrslit forseta- og þingkosninganna í haust. Sendinefnd Írana hjá Sameinuðu þjóðunum vísaði ásökununum á bug og sagði þær ekki studdar rökum. Írönsk stjórnvöld hefðu hvorki ástæðu né áhuga á að hafa áhrif á kosningarnar. Skoraði hún á bandarísk stjórnvöld að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Auk þess að brjótast inn í tölvur framboðs Trump telur bandaríska leyniþjónustan að Íranir hafi sent að minnsta kosti þremur starfsmönnum framboðs Kamölu Harris svikapósta. Ekkert bendir til þess að þeim hafi orðið ágegnt með þær netveiðar (e. phishing), að sögn AP-fréttastofunnar. Viðbrögð bandarískra fjölmiðla við gagnalekanum innan úr framboði Trump nú voru töluvert frábrugðin því þegar rússneskir tölvuþrjótar stálu tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton og láku í gegnum Wikileaks árið 2016. Þeir fjölmiðlar sem fengu gögnin nú kusu að skrifa ekki fréttir upp úr gögnunum heldur einblína á uppruna lekans. Árið 2016 skrifuðu sömu miðlar fjölda frétta upp úr póstum kosningastjórans, allt niður í tillögur hans að bestu risotto-uppskriftinni.
Íran Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tölvuárásir Tengdar fréttir Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Segir Írani hafa hakkað tölvupósta framboðsins Kosningateymi Donalds Trump kveðst hafa orðið fyrir árás hakkara, og kennir Írönum um. Í yfirlýsingu frá teyminu í gær segir að óprúttnir aðilar hafi komist yfir innri samskipti kosningateymisins og því haldið fram að Íranir stæðu að baki árásinni. 11. ágúst 2024 16:06