„Fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þings Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. ágúst 2024 10:39 Þingmenn eiga það til að mæta undir áhrifum í þingsal þegar þingfundir dragast á langinn. vísir/vilhelm Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig. Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira
Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig.
Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira