Læknar, heilbrigðisstarfsfólk og lykill að lausninni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun