„Flestum í Noregi er illa við EES“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar