Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 06:56 Fólk flýr Khan Younis eftir rýmingartilskipun frá Ísraelsher á sunnudag. AP/Abdel Kareem Hana Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann. Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann.
Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira