Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Pútín hlustar á leiðtoga hersins og þjóðaröryggismála á fundi um ástandið í Kúrsk sem var sjónvarpað frá í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. AP/Gavriil Grigorov, Spútnik Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. Óvænt áhlaup úkraínskra hersveita á Kúrsk-hérað í síðustu viku kom stjórnvöldum í Kreml í opna skjöldu. Harðir bardagar hafa nú geisað þar í hátt í viku án þess að Rússum hafi tekist að stökkva Úkraínumönnunum á flótta. Pútín sagði innrásina virðast vera tilraun stjórnvalda í Kænugarði til þess að ná betri samningsstöðu fyrir mögulegar friðarviðræður í framtíðinni og tefja sókn Rússa í austanverðri Úkraínu. Fyrir Úkraínumönnum vaki einnig að valda óróa innan Rússlands en þar hefði þeim mistekist. Hélt forsetinn því fram að sjálfboðaliðum í herinn hefði fjölgað vegna innrásarinnar. „Óvinurinn fær vafalaust verðug viðbrögð og það er enginn vafi um að við náum öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með yfirmönnum hersins og þjóðaröryggis í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir kokhreystið hafi Pútín virst önugur á fundinum sem var sýndur í rússnesku sjónvarpi. Þegar Alexei Smirnov, héraðsstjóri í Kúrsk hafi talað um hversu djúpt inn í héraðið Úkraínumenn hefðu náð stoppaði Pútín hann og bað hann um að tala frekar um hvernig verið væri að aðstoða héraðsbúa. Þúsundir á flótta Áður en Pútín stöðvaði hann sagði Smirnov að Úkraínumenn hefðu nú 28 þorp á valdi sínu og að um 121.000 íbúar héraðsins hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Flytja þyrfti um 59.000 manns til viðbótar í burtu. Hélt héraðsstjórinn því fram að tólf óbreyttir borgarar hefðu fallið til þessa að 121 særst, þar á meðal tíu börn. Erfitt reyndist að finna allar úkraínskar herdeildir sem fara nú um Kúrsk. Sagði Smirnov að sumir úkraínskir hermennn notuðu fölsk rússnesk skilríki. Í nágrannahéraðinu Belgorod var einnig tilkynnt um rýmingar nærri úkraínsku landamærunum í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum og markmiðum Úkraínumanna í Kúrsk. Óljóst er hvort að fyrir þeim vaki að halda landsvæðum þar eða gera leifturárásir þaðan. Úkraínumenn eru enn sagðir halda hluta bæjarsins Sudzha þar sem mikilvæg millistöð fyrir jarðgasleiðslu til Evrópu liggur. AP hefur eftir Pasi Paroinen frá finnsku samtökunum Black Bird Group sem fylgjast með stríðinu að róðurinn hjá Úkraínumönnum fari nú að þyngjast í Kúrsk þegar liðsauki rússneskra varaliðsmanna berst þangað. Gordon Corera, sérfræðingur BBC í öryggismálum, segir að þó að nær ómögulegt sé fyrir Úkraínumenn að halda Kúrsk í ljósi aflsmunar þá gæti innrásin leitt til þess að Rússar telji sig knúna til þess að færa herdeildir til rússneskra landamærahéraða til að fyrirbyggja frekari atlögur Úkraínumanna. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Óvænt áhlaup úkraínskra hersveita á Kúrsk-hérað í síðustu viku kom stjórnvöldum í Kreml í opna skjöldu. Harðir bardagar hafa nú geisað þar í hátt í viku án þess að Rússum hafi tekist að stökkva Úkraínumönnunum á flótta. Pútín sagði innrásina virðast vera tilraun stjórnvalda í Kænugarði til þess að ná betri samningsstöðu fyrir mögulegar friðarviðræður í framtíðinni og tefja sókn Rússa í austanverðri Úkraínu. Fyrir Úkraínumönnum vaki einnig að valda óróa innan Rússlands en þar hefði þeim mistekist. Hélt forsetinn því fram að sjálfboðaliðum í herinn hefði fjölgað vegna innrásarinnar. „Óvinurinn fær vafalaust verðug viðbrögð og það er enginn vafi um að við náum öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með yfirmönnum hersins og þjóðaröryggis í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir kokhreystið hafi Pútín virst önugur á fundinum sem var sýndur í rússnesku sjónvarpi. Þegar Alexei Smirnov, héraðsstjóri í Kúrsk hafi talað um hversu djúpt inn í héraðið Úkraínumenn hefðu náð stoppaði Pútín hann og bað hann um að tala frekar um hvernig verið væri að aðstoða héraðsbúa. Þúsundir á flótta Áður en Pútín stöðvaði hann sagði Smirnov að Úkraínumenn hefðu nú 28 þorp á valdi sínu og að um 121.000 íbúar héraðsins hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Flytja þyrfti um 59.000 manns til viðbótar í burtu. Hélt héraðsstjórinn því fram að tólf óbreyttir borgarar hefðu fallið til þessa að 121 særst, þar á meðal tíu börn. Erfitt reyndist að finna allar úkraínskar herdeildir sem fara nú um Kúrsk. Sagði Smirnov að sumir úkraínskir hermennn notuðu fölsk rússnesk skilríki. Í nágrannahéraðinu Belgorod var einnig tilkynnt um rýmingar nærri úkraínsku landamærunum í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum og markmiðum Úkraínumanna í Kúrsk. Óljóst er hvort að fyrir þeim vaki að halda landsvæðum þar eða gera leifturárásir þaðan. Úkraínumenn eru enn sagðir halda hluta bæjarsins Sudzha þar sem mikilvæg millistöð fyrir jarðgasleiðslu til Evrópu liggur. AP hefur eftir Pasi Paroinen frá finnsku samtökunum Black Bird Group sem fylgjast með stríðinu að róðurinn hjá Úkraínumönnum fari nú að þyngjast í Kúrsk þegar liðsauki rússneskra varaliðsmanna berst þangað. Gordon Corera, sérfræðingur BBC í öryggismálum, segir að þó að nær ómögulegt sé fyrir Úkraínumenn að halda Kúrsk í ljósi aflsmunar þá gæti innrásin leitt til þess að Rússar telji sig knúna til þess að færa herdeildir til rússneskra landamærahéraða til að fyrirbyggja frekari atlögur Úkraínumanna.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17
Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39