Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 14:36 Pútín hlustar á leiðtoga hersins og þjóðaröryggismála á fundi um ástandið í Kúrsk sem var sjónvarpað frá í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. AP/Gavriil Grigorov, Spútnik Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. Óvænt áhlaup úkraínskra hersveita á Kúrsk-hérað í síðustu viku kom stjórnvöldum í Kreml í opna skjöldu. Harðir bardagar hafa nú geisað þar í hátt í viku án þess að Rússum hafi tekist að stökkva Úkraínumönnunum á flótta. Pútín sagði innrásina virðast vera tilraun stjórnvalda í Kænugarði til þess að ná betri samningsstöðu fyrir mögulegar friðarviðræður í framtíðinni og tefja sókn Rússa í austanverðri Úkraínu. Fyrir Úkraínumönnum vaki einnig að valda óróa innan Rússlands en þar hefði þeim mistekist. Hélt forsetinn því fram að sjálfboðaliðum í herinn hefði fjölgað vegna innrásarinnar. „Óvinurinn fær vafalaust verðug viðbrögð og það er enginn vafi um að við náum öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með yfirmönnum hersins og þjóðaröryggis í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir kokhreystið hafi Pútín virst önugur á fundinum sem var sýndur í rússnesku sjónvarpi. Þegar Alexei Smirnov, héraðsstjóri í Kúrsk hafi talað um hversu djúpt inn í héraðið Úkraínumenn hefðu náð stoppaði Pútín hann og bað hann um að tala frekar um hvernig verið væri að aðstoða héraðsbúa. Þúsundir á flótta Áður en Pútín stöðvaði hann sagði Smirnov að Úkraínumenn hefðu nú 28 þorp á valdi sínu og að um 121.000 íbúar héraðsins hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Flytja þyrfti um 59.000 manns til viðbótar í burtu. Hélt héraðsstjórinn því fram að tólf óbreyttir borgarar hefðu fallið til þessa að 121 særst, þar á meðal tíu börn. Erfitt reyndist að finna allar úkraínskar herdeildir sem fara nú um Kúrsk. Sagði Smirnov að sumir úkraínskir hermennn notuðu fölsk rússnesk skilríki. Í nágrannahéraðinu Belgorod var einnig tilkynnt um rýmingar nærri úkraínsku landamærunum í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum og markmiðum Úkraínumanna í Kúrsk. Óljóst er hvort að fyrir þeim vaki að halda landsvæðum þar eða gera leifturárásir þaðan. Úkraínumenn eru enn sagðir halda hluta bæjarsins Sudzha þar sem mikilvæg millistöð fyrir jarðgasleiðslu til Evrópu liggur. AP hefur eftir Pasi Paroinen frá finnsku samtökunum Black Bird Group sem fylgjast með stríðinu að róðurinn hjá Úkraínumönnum fari nú að þyngjast í Kúrsk þegar liðsauki rússneskra varaliðsmanna berst þangað. Gordon Corera, sérfræðingur BBC í öryggismálum, segir að þó að nær ómögulegt sé fyrir Úkraínumenn að halda Kúrsk í ljósi aflsmunar þá gæti innrásin leitt til þess að Rússar telji sig knúna til þess að færa herdeildir til rússneskra landamærahéraða til að fyrirbyggja frekari atlögur Úkraínumanna. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Óvænt áhlaup úkraínskra hersveita á Kúrsk-hérað í síðustu viku kom stjórnvöldum í Kreml í opna skjöldu. Harðir bardagar hafa nú geisað þar í hátt í viku án þess að Rússum hafi tekist að stökkva Úkraínumönnunum á flótta. Pútín sagði innrásina virðast vera tilraun stjórnvalda í Kænugarði til þess að ná betri samningsstöðu fyrir mögulegar friðarviðræður í framtíðinni og tefja sókn Rússa í austanverðri Úkraínu. Fyrir Úkraínumönnum vaki einnig að valda óróa innan Rússlands en þar hefði þeim mistekist. Hélt forsetinn því fram að sjálfboðaliðum í herinn hefði fjölgað vegna innrásarinnar. „Óvinurinn fær vafalaust verðug viðbrögð og það er enginn vafi um að við náum öllum okkar markmiðum,“ sagði Pútín á fundi með yfirmönnum hersins og þjóðaröryggis í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þrátt fyrir kokhreystið hafi Pútín virst önugur á fundinum sem var sýndur í rússnesku sjónvarpi. Þegar Alexei Smirnov, héraðsstjóri í Kúrsk hafi talað um hversu djúpt inn í héraðið Úkraínumenn hefðu náð stoppaði Pútín hann og bað hann um að tala frekar um hvernig verið væri að aðstoða héraðsbúa. Þúsundir á flótta Áður en Pútín stöðvaði hann sagði Smirnov að Úkraínumenn hefðu nú 28 þorp á valdi sínu og að um 121.000 íbúar héraðsins hefðu þurft að yfirgefa heimili sín. Flytja þyrfti um 59.000 manns til viðbótar í burtu. Hélt héraðsstjórinn því fram að tólf óbreyttir borgarar hefðu fallið til þessa að 121 særst, þar á meðal tíu börn. Erfitt reyndist að finna allar úkraínskar herdeildir sem fara nú um Kúrsk. Sagði Smirnov að sumir úkraínskir hermennn notuðu fölsk rússnesk skilríki. Í nágrannahéraðinu Belgorod var einnig tilkynnt um rýmingar nærri úkraínsku landamærunum í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum og markmiðum Úkraínumanna í Kúrsk. Óljóst er hvort að fyrir þeim vaki að halda landsvæðum þar eða gera leifturárásir þaðan. Úkraínumenn eru enn sagðir halda hluta bæjarsins Sudzha þar sem mikilvæg millistöð fyrir jarðgasleiðslu til Evrópu liggur. AP hefur eftir Pasi Paroinen frá finnsku samtökunum Black Bird Group sem fylgjast með stríðinu að róðurinn hjá Úkraínumönnum fari nú að þyngjast í Kúrsk þegar liðsauki rússneskra varaliðsmanna berst þangað. Gordon Corera, sérfræðingur BBC í öryggismálum, segir að þó að nær ómögulegt sé fyrir Úkraínumenn að halda Kúrsk í ljósi aflsmunar þá gæti innrásin leitt til þess að Rússar telji sig knúna til þess að færa herdeildir til rússneskra landamærahéraða til að fyrirbyggja frekari atlögur Úkraínumanna.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17
Andmæla ekki notkun vestrænna vopna í áhlaupi á Rússland Hvorki bandarísk né þýsk stjórnvöld gera athugasemdir við Úkraínumenn noti vopn frá þeim til þess að ráðast inn í Rússlandi. Bardagar halda áfram í landamærahéraðinu Kúrsk þar sem Úkraínumenn hafa náð þorpum og bæjarhluta á sitt vald. 9. ágúst 2024 11:39