Kahleah Copper kláraði leikinn á vítalínunni þegar hún setti niður tvö víti með 3,9 sekúndur á klukkunni. Þar með fór munurinn upp í fjögur stig og sigurinn Bandaríkjanna svo gott sem gulltryggður.
Wilson fór fyrir endurkomu Bandaríkjanna í leiknum og endaði stigahæst með 21 stig og tók þar að auki þrettán fráköst. Hún var gripin í viðtal strax eftir leik en þegar hún var spurð um frammistöðu Copper og beðin um að lýsa henni með einu orði stóð ekki á svari: „Þessi tík,“ sagði Wilson og labbaði burt.