Hvað segir Biggi Óli Sigmundsson eftir 14 ár í Englandi? Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. ágúst 2024 17:00 Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Bretland Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Sjá meira
Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun