Hvað segir Biggi Óli Sigmundsson eftir 14 ár í Englandi? Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. ágúst 2024 17:00 Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Bretland Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun