Sterkt að fá systurina heim: „Hún er tilbúin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 12:15 Ásta Eir Árnadóttir fagnar því að fá systur sína heim í Kópavoginn. Þær eru báðar klárar í slaginn í dag. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta, segir leikmenn liðsins spennta fyrir leik dagsins við Þór/KA. Blikakonur geta minnkað bil Vals á toppi deildarinnar í eitt stig með sigri. Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira