Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:41 Dagur segir það koma á óvart að einhver vilji tala niður ókeypis námsgögn og skólamáltíðir. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir að ákvörðun sem kom til framkvæmda 2018 um ókeypis námsgögn í skólum hafi verið í alla staði jákvætt mál og þýtt aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna. Það komi á óvart að einhver vilji tala þetta niður, „jafnvel frá Sjálftæðisflokknum.“ Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti. Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti.
Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira