Stjörnurnar streyma á Sólheima Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2024 21:04 Eyþór Ingi er einn af þeim þekktum tónlistarmönnum, sem hefur skemmt á Sólheimum í Grímsnesi í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki. Á hverjum laugardegi í allt sumar er menningarveisla á Sólheimum en þá er boðið upp á tónleika með frábæru listafólki. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er til dæmis einn af þeim tónlistarmönnum, sem hefur spilað á Sólheimum á Péturstorgi þar sem fjöldi fólks mætti til að hlusta á hann syngja og spila og herma eftir fólki eins og Páli Óskari. „Það er svo gaman að koma hérna, þetta er eins og að koma í einhvern strumpaheim. Þetta er svo fallegt allt saman, blómin og kærleikurinn hérna,” segir Eyþór Ingi. Næsta laugardag, 10. ágúst munu Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja saman á Sólheimum klukkan 14:00 og laugardaginn 17. ágúst munu Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll skemmta á Sólheimum ásamt vinum Ragga Bjarna líka klukkan 14:00. „Þetta er ofboðslega vel þegið af nærumhverfinu og fólk er að koma úr Reykjavík og víða að til að njóta þess með okkur.Almennt séð á Sólheimar mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga. Þetta er einhvern veginn staður, sem allir vilja sameinast um að eiga,” segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima. En hvað búa margir á Sólheimum? „Þetta er byggðarhverfi upp á tæplega 100 einstaklinga, sem eiga hér lögheimili. Af þeim eru 45 með fötlun, þannig að þetta er svona blandað samfélag,” segir Sigurjón Örn. Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima segir að Sólheimar eigi mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er alltaf biðlisti að koma á Sólheima eða hvað? „Já því miður. Við vildum gjarnan að fleiri fengju notið þessarar frábæru aðstöðu, sem Sólheimar bjóða upp á en því miður er það svo að við höfum eingöngu rými fyrir 45,” segir Sigurjón Örn. Heimasíða Sólheima Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Tónlist Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Rene Kirby er látinn Lífið Fleiri fréttir „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Sjá meira
Á hverjum laugardegi í allt sumar er menningarveisla á Sólheimum en þá er boðið upp á tónleika með frábæru listafólki. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er til dæmis einn af þeim tónlistarmönnum, sem hefur spilað á Sólheimum á Péturstorgi þar sem fjöldi fólks mætti til að hlusta á hann syngja og spila og herma eftir fólki eins og Páli Óskari. „Það er svo gaman að koma hérna, þetta er eins og að koma í einhvern strumpaheim. Þetta er svo fallegt allt saman, blómin og kærleikurinn hérna,” segir Eyþór Ingi. Næsta laugardag, 10. ágúst munu Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja saman á Sólheimum klukkan 14:00 og laugardaginn 17. ágúst munu Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll skemmta á Sólheimum ásamt vinum Ragga Bjarna líka klukkan 14:00. „Þetta er ofboðslega vel þegið af nærumhverfinu og fólk er að koma úr Reykjavík og víða að til að njóta þess með okkur.Almennt séð á Sólheimar mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga. Þetta er einhvern veginn staður, sem allir vilja sameinast um að eiga,” segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima. En hvað búa margir á Sólheimum? „Þetta er byggðarhverfi upp á tæplega 100 einstaklinga, sem eiga hér lögheimili. Af þeim eru 45 með fötlun, þannig að þetta er svona blandað samfélag,” segir Sigurjón Örn. Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima segir að Sólheimar eigi mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er alltaf biðlisti að koma á Sólheima eða hvað? „Já því miður. Við vildum gjarnan að fleiri fengju notið þessarar frábæru aðstöðu, sem Sólheimar bjóða upp á en því miður er það svo að við höfum eingöngu rými fyrir 45,” segir Sigurjón Örn. Heimasíða Sólheima
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Tónlist Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Rene Kirby er látinn Lífið Fleiri fréttir „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“