Stjörnurnar streyma á Sólheima Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2024 21:04 Eyþór Ingi er einn af þeim þekktum tónlistarmönnum, sem hefur skemmt á Sólheimum í Grímsnesi í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki. Á hverjum laugardegi í allt sumar er menningarveisla á Sólheimum en þá er boðið upp á tónleika með frábæru listafólki. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er til dæmis einn af þeim tónlistarmönnum, sem hefur spilað á Sólheimum á Péturstorgi þar sem fjöldi fólks mætti til að hlusta á hann syngja og spila og herma eftir fólki eins og Páli Óskari. „Það er svo gaman að koma hérna, þetta er eins og að koma í einhvern strumpaheim. Þetta er svo fallegt allt saman, blómin og kærleikurinn hérna,” segir Eyþór Ingi. Næsta laugardag, 10. ágúst munu Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja saman á Sólheimum klukkan 14:00 og laugardaginn 17. ágúst munu Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll skemmta á Sólheimum ásamt vinum Ragga Bjarna líka klukkan 14:00. „Þetta er ofboðslega vel þegið af nærumhverfinu og fólk er að koma úr Reykjavík og víða að til að njóta þess með okkur.Almennt séð á Sólheimar mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga. Þetta er einhvern veginn staður, sem allir vilja sameinast um að eiga,” segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima. En hvað búa margir á Sólheimum? „Þetta er byggðarhverfi upp á tæplega 100 einstaklinga, sem eiga hér lögheimili. Af þeim eru 45 með fötlun, þannig að þetta er svona blandað samfélag,” segir Sigurjón Örn. Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima segir að Sólheimar eigi mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er alltaf biðlisti að koma á Sólheima eða hvað? „Já því miður. Við vildum gjarnan að fleiri fengju notið þessarar frábæru aðstöðu, sem Sólheimar bjóða upp á en því miður er það svo að við höfum eingöngu rými fyrir 45,” segir Sigurjón Örn. Heimasíða Sólheima Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Á hverjum laugardegi í allt sumar er menningarveisla á Sólheimum en þá er boðið upp á tónleika með frábæru listafólki. Eyþór Ingi Gunnlaugsson er til dæmis einn af þeim tónlistarmönnum, sem hefur spilað á Sólheimum á Péturstorgi þar sem fjöldi fólks mætti til að hlusta á hann syngja og spila og herma eftir fólki eins og Páli Óskari. „Það er svo gaman að koma hérna, þetta er eins og að koma í einhvern strumpaheim. Þetta er svo fallegt allt saman, blómin og kærleikurinn hérna,” segir Eyþór Ingi. Næsta laugardag, 10. ágúst munu Björn Jörundur og Daníel Ágúst syngja saman á Sólheimum klukkan 14:00 og laugardaginn 17. ágúst munu Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll skemmta á Sólheimum ásamt vinum Ragga Bjarna líka klukkan 14:00. „Þetta er ofboðslega vel þegið af nærumhverfinu og fólk er að koma úr Reykjavík og víða að til að njóta þess með okkur.Almennt séð á Sólheimar mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga. Þetta er einhvern veginn staður, sem allir vilja sameinast um að eiga,” segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima. En hvað búa margir á Sólheimum? „Þetta er byggðarhverfi upp á tæplega 100 einstaklinga, sem eiga hér lögheimili. Af þeim eru 45 með fötlun, þannig að þetta er svona blandað samfélag,” segir Sigurjón Örn. Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima segir að Sólheimar eigi mjög ríkan og góðan sess í hjarta Íslendinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er alltaf biðlisti að koma á Sólheima eða hvað? „Já því miður. Við vildum gjarnan að fleiri fengju notið þessarar frábæru aðstöðu, sem Sólheimar bjóða upp á en því miður er það svo að við höfum eingöngu rými fyrir 45,” segir Sigurjón Örn. Heimasíða Sólheima
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira