Þekkir sjúkdóminn sem dró barnabarnið til dauða af eigin raun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 09:51 Sigurður segir orðið erfitt að hlaupa hálfmaraþon en það gerir hann í minningu sonardóttur sinnar. Sigurður Gunnsteinsson tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár þar sem hann hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum fyrir SÁÁ í minningu sonardóttur sinnar, sem lést aðeins 26 ára gömul úr fíknisjúkdómi. Sigurður mun hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni, hefur sjálfur farið í meðferð og þekkir baráttuna við sjúkdóminn af eigin raun. „Í minningu sonardóttur minnar sem lést af þessum fíknisjúkdómi fyrir fjórum árum, 26 ára gömul. Gullfalleg, vel gefin, klár stelpa sem féll fyrir þessu. Ég er að hlaupa í minningu hennar,“ segir Sigurður sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða hlaup sitt ásamt Stefáni Pálssyni markaðsstjóra SÁÁ. Sjálfur hefur hann starfað lengi fyrir SÁÁ. „Ég er búinn að vinna við þetta í yfir fjörutíu ár, meðferð við þessum fíknisjúkdómi og annað. Maður er búinn að sjá ýmislegt og maður áttar sig alveg á því að þessi sjúkdómur er hættulegur. Hann er banvænn, oft illviðráðanlegur og óútreiknanlegur. Það er svo margt sem spilar inn í sem verður þess valdandi að fólk lætur lífið í þessum sjúkdómi eins og öðrum erfiðum krónískum sjúkdómum.“ Þekkir baráttuna af eigin raun Sigurður hyggst hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni og tölunni 46. Hann segir léttur í bragði að Stefán hafi troðið þeirri tölu á bolinn, talan merki hans eigin baráttu. „Ég fór í meðferð, þannig ég hef eignast 46 ár án þess að nota áfengi og önnur vímuefni og er þakklátur fyrir það. Hóf svo störf hjá SÁÁ mjög fljótlega þegar það rann af mér, fór að vinna og vann hjá þeim í yfir fjörutíu ár.“ Sigurður segist hafa hlaupið í yfir þrjátíu ár. Hann á að baki 53 maraþon, fjögur 100 kílómetra hlaup og þar af eitt heimsmeistarakeppnishlaup í Frakklandi. Þá hafi hann og félagar hans búið til hlaup, Þingstaðahlaupið og Þingvallavatnshlaupið svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fyrir því að hlaupa hálft maraþon í dag, því maður er ekki að hlaupa eins mikið og maður gerði. Maður var svo rogginn á tímabili að maður reimaði ekki skóna sína fyrir minna en tuttugu kílómetra,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann hvetur fólk til að láta á hlaupin reyna. Reima á sig skóna og vera vel vökvaðir. Gefast ekki upp og setja sér markmið, hlaupa til dæmis tíu ljósastaura. „Í hlaupum þarf að bíða eftir verðlaununum, þau koma ekki alltaf strax. Fyrst þarftu að hafa fyrir þessu, verður móður, færð blóðbragð í munninn. Þetta gengur yfir, líkaminn þarf tíma til að sjá að þú ætlir að gera einhverja alvöru úr þessu.“ Reykjavíkurmaraþon Fíkniefnabrot Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
„Í minningu sonardóttur minnar sem lést af þessum fíknisjúkdómi fyrir fjórum árum, 26 ára gömul. Gullfalleg, vel gefin, klár stelpa sem féll fyrir þessu. Ég er að hlaupa í minningu hennar,“ segir Sigurður sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða hlaup sitt ásamt Stefáni Pálssyni markaðsstjóra SÁÁ. Sjálfur hefur hann starfað lengi fyrir SÁÁ. „Ég er búinn að vinna við þetta í yfir fjörutíu ár, meðferð við þessum fíknisjúkdómi og annað. Maður er búinn að sjá ýmislegt og maður áttar sig alveg á því að þessi sjúkdómur er hættulegur. Hann er banvænn, oft illviðráðanlegur og óútreiknanlegur. Það er svo margt sem spilar inn í sem verður þess valdandi að fólk lætur lífið í þessum sjúkdómi eins og öðrum erfiðum krónískum sjúkdómum.“ Þekkir baráttuna af eigin raun Sigurður hyggst hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni og tölunni 46. Hann segir léttur í bragði að Stefán hafi troðið þeirri tölu á bolinn, talan merki hans eigin baráttu. „Ég fór í meðferð, þannig ég hef eignast 46 ár án þess að nota áfengi og önnur vímuefni og er þakklátur fyrir það. Hóf svo störf hjá SÁÁ mjög fljótlega þegar það rann af mér, fór að vinna og vann hjá þeim í yfir fjörutíu ár.“ Sigurður segist hafa hlaupið í yfir þrjátíu ár. Hann á að baki 53 maraþon, fjögur 100 kílómetra hlaup og þar af eitt heimsmeistarakeppnishlaup í Frakklandi. Þá hafi hann og félagar hans búið til hlaup, Þingstaðahlaupið og Þingvallavatnshlaupið svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fyrir því að hlaupa hálft maraþon í dag, því maður er ekki að hlaupa eins mikið og maður gerði. Maður var svo rogginn á tímabili að maður reimaði ekki skóna sína fyrir minna en tuttugu kílómetra,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann hvetur fólk til að láta á hlaupin reyna. Reima á sig skóna og vera vel vökvaðir. Gefast ekki upp og setja sér markmið, hlaupa til dæmis tíu ljósastaura. „Í hlaupum þarf að bíða eftir verðlaununum, þau koma ekki alltaf strax. Fyrst þarftu að hafa fyrir þessu, verður móður, færð blóðbragð í munninn. Þetta gengur yfir, líkaminn þarf tíma til að sjá að þú ætlir að gera einhverja alvöru úr þessu.“
Reykjavíkurmaraþon Fíkniefnabrot Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira