Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 23:06 Einar Þorsteinsson og Friðjón R. Friðjónsson. Vísir/Vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Sjá meira
Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13