Hundurinn sem hjálpaði Biles og Bandaríkjunum að vinna gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 11:00 Simone Biles og Beacon. Einn helsti aðstoðarmaður Simones Biles og bandarísku fimleikakvennanna á Ólympíuleikunum er ferfætlingur; hundurinn Beacon. Bandaríkin unnu liðakeppnina á Ólympíuleikunum í París og Biles vann gull í fjölþraut og á stökki. Uppskera bandaríska liðsins var því ansi góð og mun betri en í Tókýó fyrir þremur árum. Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er nærvera fjögurra ára Golden Retriever hundsins Beacons. Hann hefur verið bandaríska liðinu til halds og trausts síðasta árið. Beacon hjálpar Biles og stöllum hennar að róa taugarnar og líða eins vel og mögulegt er fyrir og eftir keppni. Beacon var með á úrtökumóti Bandaríkjanna og fór svo með til Parísar. Beacon varð frægur eftir að Sunisa Lee, sem er í bandaríska liðinu, birti nokkrar myndir af hvuttanum frá úrtökumótinu. Frægðarsól hans hefur svo skinið enn skærar síðan Ólympíuleikarnir hófust. View this post on Instagram A post shared by Sunisa Lee (@sunisalee) Eigandi Beacons er fimleikaþjálfarinn fyrrverandi, Tracey Callahan Molnar. Þær búa saman í Pasadena í Kaliforníu. Auk þess að aðstoða fimleikafólk fer Molnar með Beacon í reglulegar heimsóknir á spítala í Pasadena. Beacon er með sína eigin Instagram-síðu en þar má fylgjast með ævintýrum þessa lífsglaða ferfætlings. View this post on Instagram A post shared by beacon miller & tulsa luna (@goldendogbeacon) The Guardian fjallaði ítarlega um Beacon í gær en umfjöllunina má lesa með því að smella hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Hundar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Bandaríkin unnu liðakeppnina á Ólympíuleikunum í París og Biles vann gull í fjölþraut og á stökki. Uppskera bandaríska liðsins var því ansi góð og mun betri en í Tókýó fyrir þremur árum. Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er nærvera fjögurra ára Golden Retriever hundsins Beacons. Hann hefur verið bandaríska liðinu til halds og trausts síðasta árið. Beacon hjálpar Biles og stöllum hennar að róa taugarnar og líða eins vel og mögulegt er fyrir og eftir keppni. Beacon var með á úrtökumóti Bandaríkjanna og fór svo með til Parísar. Beacon varð frægur eftir að Sunisa Lee, sem er í bandaríska liðinu, birti nokkrar myndir af hvuttanum frá úrtökumótinu. Frægðarsól hans hefur svo skinið enn skærar síðan Ólympíuleikarnir hófust. View this post on Instagram A post shared by Sunisa Lee (@sunisalee) Eigandi Beacons er fimleikaþjálfarinn fyrrverandi, Tracey Callahan Molnar. Þær búa saman í Pasadena í Kaliforníu. Auk þess að aðstoða fimleikafólk fer Molnar með Beacon í reglulegar heimsóknir á spítala í Pasadena. Beacon er með sína eigin Instagram-síðu en þar má fylgjast með ævintýrum þessa lífsglaða ferfætlings. View this post on Instagram A post shared by beacon miller & tulsa luna (@goldendogbeacon) The Guardian fjallaði ítarlega um Beacon í gær en umfjöllunina má lesa með því að smella hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Hundar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum