Hundurinn sem hjálpaði Biles og Bandaríkjunum að vinna gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 11:00 Simone Biles og Beacon. Einn helsti aðstoðarmaður Simones Biles og bandarísku fimleikakvennanna á Ólympíuleikunum er ferfætlingur; hundurinn Beacon. Bandaríkin unnu liðakeppnina á Ólympíuleikunum í París og Biles vann gull í fjölþraut og á stökki. Uppskera bandaríska liðsins var því ansi góð og mun betri en í Tókýó fyrir þremur árum. Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er nærvera fjögurra ára Golden Retriever hundsins Beacons. Hann hefur verið bandaríska liðinu til halds og trausts síðasta árið. Beacon hjálpar Biles og stöllum hennar að róa taugarnar og líða eins vel og mögulegt er fyrir og eftir keppni. Beacon var með á úrtökumóti Bandaríkjanna og fór svo með til Parísar. Beacon varð frægur eftir að Sunisa Lee, sem er í bandaríska liðinu, birti nokkrar myndir af hvuttanum frá úrtökumótinu. Frægðarsól hans hefur svo skinið enn skærar síðan Ólympíuleikarnir hófust. View this post on Instagram A post shared by Sunisa Lee (@sunisalee) Eigandi Beacons er fimleikaþjálfarinn fyrrverandi, Tracey Callahan Molnar. Þær búa saman í Pasadena í Kaliforníu. Auk þess að aðstoða fimleikafólk fer Molnar með Beacon í reglulegar heimsóknir á spítala í Pasadena. Beacon er með sína eigin Instagram-síðu en þar má fylgjast með ævintýrum þessa lífsglaða ferfætlings. View this post on Instagram A post shared by beacon miller & tulsa luna (@goldendogbeacon) The Guardian fjallaði ítarlega um Beacon í gær en umfjöllunina má lesa með því að smella hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Hundar Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Bandaríkin unnu liðakeppnina á Ólympíuleikunum í París og Biles vann gull í fjölþraut og á stökki. Uppskera bandaríska liðsins var því ansi góð og mun betri en í Tókýó fyrir þremur árum. Ein af ástæðunum fyrir góðu gengi Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum er nærvera fjögurra ára Golden Retriever hundsins Beacons. Hann hefur verið bandaríska liðinu til halds og trausts síðasta árið. Beacon hjálpar Biles og stöllum hennar að róa taugarnar og líða eins vel og mögulegt er fyrir og eftir keppni. Beacon var með á úrtökumóti Bandaríkjanna og fór svo með til Parísar. Beacon varð frægur eftir að Sunisa Lee, sem er í bandaríska liðinu, birti nokkrar myndir af hvuttanum frá úrtökumótinu. Frægðarsól hans hefur svo skinið enn skærar síðan Ólympíuleikarnir hófust. View this post on Instagram A post shared by Sunisa Lee (@sunisalee) Eigandi Beacons er fimleikaþjálfarinn fyrrverandi, Tracey Callahan Molnar. Þær búa saman í Pasadena í Kaliforníu. Auk þess að aðstoða fimleikafólk fer Molnar með Beacon í reglulegar heimsóknir á spítala í Pasadena. Beacon er með sína eigin Instagram-síðu en þar má fylgjast með ævintýrum þessa lífsglaða ferfætlings. View this post on Instagram A post shared by beacon miller & tulsa luna (@goldendogbeacon) The Guardian fjallaði ítarlega um Beacon í gær en umfjöllunina má lesa með því að smella hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Hundar Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira