Harris orðin frambjóðandi demókrata og kynnir varaforsetaefni sitt Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 07:49 Aldrei áður hefur þeldökk kona verið frambjóðandi annars stóru flokkanna í Bandaríkjunum til forseta. Hér sést Kamala Harris veifa til stuðningsmanna sinna á kosningafundi í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. AP/John Bazemore Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tryggði sér formlega útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni hans í gær. Hún hyggst kynna varaforsetaefni sitt á kosningafundi í Pennsylvaníu í dag. Rafrænni atkvæðagreiðslu landsfundarfulltrúa Demókrataflokksins lauk í gær og greiddu 99 prósent þeirra henni atkvæði sitt. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt og áður en formlegur landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði til þess að tryggja að frambjóðandi demókrata komist á kjörseðilinn í öllum ríkjum. Harris verður þar með fyrsta þeldökka konan sem er forsetaefni annars stóru flokkanna tveggja. Til marks um hversu fljót Harris var að fylkja flokknum að baki sér eftir að Joe Biden forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram í síðasta mánuði segir AP-fréttastofan að það hafi aðeins tekið varaforsetann 32 klukkustundir að tryggja sér stuðning nægilega marga landsfundarfulltrúa til þess að hljóta útnefninguna. Öll athyglin hefur því beinst að því hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt. Gengið hefur verið út frá því að hún velji hvítan karlmann til verksins. Washington Post segir Harris hafa fundað með að minnsta kosti þremur mögulegum varaforsetaefnum á sunnudag, þeim Josh Shapiro, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, og Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Búist er við því að framboðið tilkynni hver hreppir hnossið í dag og þau Harris komi svo fram saman á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í kvöld. Í framhaldinu ferðast Harris til lykilríkjanna Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu, Arizona og Nevada. Töluverður viðsnúningur hefur orðið í kosningabaráttunni eftir brotthvarf Biden. Harris mælist nú með umtalsvert meiri stuðning en hann gerði gegn Donald Trump í skoðanakönnunum. Frambjóðendurnir eru nú svo gott sem jafnir en útlit hafði verið fyrir að Biden ætti verulega undir högg að sækja gegn Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Rafrænni atkvæðagreiðslu landsfundarfulltrúa Demókrataflokksins lauk í gær og greiddu 99 prósent þeirra henni atkvæði sitt. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt og áður en formlegur landsfundur flokksins fer fram síðar í þessum mánuði til þess að tryggja að frambjóðandi demókrata komist á kjörseðilinn í öllum ríkjum. Harris verður þar með fyrsta þeldökka konan sem er forsetaefni annars stóru flokkanna tveggja. Til marks um hversu fljót Harris var að fylkja flokknum að baki sér eftir að Joe Biden forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér áfram í síðasta mánuði segir AP-fréttastofan að það hafi aðeins tekið varaforsetann 32 klukkustundir að tryggja sér stuðning nægilega marga landsfundarfulltrúa til þess að hljóta útnefninguna. Öll athyglin hefur því beinst að því hvern Harris velur sem varaforsetaefni sitt. Gengið hefur verið út frá því að hún velji hvítan karlmann til verksins. Washington Post segir Harris hafa fundað með að minnsta kosti þremur mögulegum varaforsetaefnum á sunnudag, þeim Josh Shapiro, ríkisstjóra í Pennsylvaníu, Mark Kelly, öldungadeildarþingmanni frá Arizona, og Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Búist er við því að framboðið tilkynni hver hreppir hnossið í dag og þau Harris komi svo fram saman á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í kvöld. Í framhaldinu ferðast Harris til lykilríkjanna Wisconsin, Michigan, Norður-Karólínu, Arizona og Nevada. Töluverður viðsnúningur hefur orðið í kosningabaráttunni eftir brotthvarf Biden. Harris mælist nú með umtalsvert meiri stuðning en hann gerði gegn Donald Trump í skoðanakönnunum. Frambjóðendurnir eru nú svo gott sem jafnir en útlit hafði verið fyrir að Biden ætti verulega undir högg að sækja gegn Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15 „Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Trump bakkar frá samkomulagi um kappræður Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 3. ágúst 2024 23:15
„Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. 3. ágúst 2024 09:01