Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 13:38 Ilya Yashin (t.v.), Andrei Pivovarov (f.m.) og Vladímír Kara-Murza (t.h.) ganga inn á blaðamannafund í Bonn í Þýskalandi í gær. Þeim var sleppt úr rússneskum fangelsum á fimmtudag. AP/Michael Probst Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. Fangaskiptin á fimmtudag voru þau umfangsmestu á milli Rússlands og vestrænna ríkja frá lokum kalda stríðsins. Á meðal þeirra sextán sem var sleppt úr rússneskum fangelsum voru blaðamenn, andófsfólks og fulltrúar mannréttindasamtaka. Rússar fengu á móti dæmdan morðingja og njósnara úr röðum leyniþjónustu sinnar. Rússnesku fangarnir voru frelsinu fegnir og þökkuðu þeim vestrænu ríkjum sem tryggðu lausn þeirra. Sumir þeirra óttuðust að deyja í fangelsi. Tilfinningarnar voru þó blendnar en sumir fanganna vissu ekki að til stæði að skipta á þeim fyrr en á leiðinni út á flugvöll, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem gerðist 1. ágúst, ég lít ekki á það sem fangaskipti heldur ólöglega brottvísun mína frá Rússlandi gegn vilja mínum. Ég segi í fullri hreinskilni að ég þrái ekkert heitar en að snúa aftur heim núna,“ sagði Ilya Yashin, stjórnarandstæðingur sem afplánaði fangelsisdóm fyrir að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu, á blaðamannafundi í Bonn í Þýskalandi í gær. Yashin, sem þurfti á köflum að halda aftur af tárunum, sagðist hafa hamrað á því frá fyrsta degi í fangelsi að hann vildi ekki vera hluti af neins konar fangaskiptum. Aðrir pólitískir fangar sem hefðu brýna þörf fyrir læknisaðstoð hefðu heldur átt að hljóta lausn. Í svipaðan streng tók Vladímír Kara-Murza, andófsmaður sem sat einnig inni fyrir að andæfa innrásinni. Hann hefði aldrei samþykkt að vera vísað úr landi. Báðir ítrekuðu að þeir hefðu þverneitað að skrifa undir bænaskjal um náðun til Vladímírs Pútín forseta þrátt fyrir að fangelsisyfirvöld þrýsti á þá að gera það, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza fullyrti að fangaskipti af þessu tagi björguðu mannslífum. Dauði Alexei Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga, í rússnesku fangelsi í febrúar undirstriki það. Hundruð Rússa dúsi enn í fangelsi eingöngu fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Erfitt að vera skipt fyrir morðingja Fangaskiptin voru lengi í undirbúningi og strönduðu lengi vel á því að Rússar kröfðust þess að fá Vadím Krasikov, sem sat í þýsku fangelsi fyrir morð um hábjartan dag, lausan. Krasikov skaut téténskan fyrrverandi uppreisnarmann til bana í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Dómstóll taldi morðið framið að skipan rússneskri yfirvalda. Þýsk stjórnvöld voru ekki reiðubúin til þess frelsa Krasikov og viðurkenndi Joe Biden Bandaríkjaforseti að bandalagsþjóðin erfiðar ákvarðanir hefðu fylgt skiptunum. Talsmaður Kremlar staðfesti loks í gær að Krasikov væri leyniþjónustumaður þrátt fyrir að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað svarið af sér ábyrgð á morðinu. Pútín forseti hefur lýst Krasikov sem „föðurlandsvini“ og faðmaði hann að sér við komuna til Moskvu í fyrrakvöld. Yashin sagði erfitt að sætta sig við að hafa fengið frelsi gegn því að morðingi gengi laus. „Það' er erfitt. Það er erfitt tilfinningalega,“ sagði hann. Ennfremur upplýsti Yashin að einn leyniþjónustumannanna sem fylgdi föngunum í flugvél til Tyrklands þar sem skiptin fóru fram hafi hótað sér og Kara-Murza. „Ekki fagna of snemma vegna þess að Krasikov gæti farið á eftir ykkur,“ hafði Yashin eftir leyniþjónustumanninum. Honum hafi runnið kalt vatn milli skins og hörunds við hótunina. Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi.AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Varði ákvörðun Scholz kanslara Kara-Murza varði ákvörðun Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, um að heimila skiptin á Krasikov sem hann sætir gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir. Scholz og Maco Buschman, þýski dómsmálaráðherrann, sögðu ákvörðunina erfiða en nauðsynlega til þess að bjarga mannslífum. Ferlið til að frelsa Krasikov var flókið og þurfti Buschman meðal annars að fela saksóknurum að leggja fram við dómstól að þeir sæktust ekki lengur eftir því að fangelsisdómur hans yrði fullnustaður, að sögn Reuters. „Scholz sætir gagnrýni sums staðar fyrir þá erfiðu ákvörðun að leyfa persónlegum morðingja Pútín að ganga lausum en auðveldar ákvarðanir eru aðeins til í einræðisríkjum,“ sagði Kara-Murza í gær. Fjölskylda Zelimkhan Khangoshvili, sem Krasikov myrti í Berlín, fagnaði lausn fanganna en sagðist vonsvikin að morðinginn hefði verið frelsaður til þess. „Við erum mjög vonsvikin yfir því að það virðast ekki vera nein lög, jafnvel í landi sem stærir sig af réttarríkinu,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Rússland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. 2. ágúst 2024 15:04 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fangaskiptin á fimmtudag voru þau umfangsmestu á milli Rússlands og vestrænna ríkja frá lokum kalda stríðsins. Á meðal þeirra sextán sem var sleppt úr rússneskum fangelsum voru blaðamenn, andófsfólks og fulltrúar mannréttindasamtaka. Rússar fengu á móti dæmdan morðingja og njósnara úr röðum leyniþjónustu sinnar. Rússnesku fangarnir voru frelsinu fegnir og þökkuðu þeim vestrænu ríkjum sem tryggðu lausn þeirra. Sumir þeirra óttuðust að deyja í fangelsi. Tilfinningarnar voru þó blendnar en sumir fanganna vissu ekki að til stæði að skipta á þeim fyrr en á leiðinni út á flugvöll, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem gerðist 1. ágúst, ég lít ekki á það sem fangaskipti heldur ólöglega brottvísun mína frá Rússlandi gegn vilja mínum. Ég segi í fullri hreinskilni að ég þrái ekkert heitar en að snúa aftur heim núna,“ sagði Ilya Yashin, stjórnarandstæðingur sem afplánaði fangelsisdóm fyrir að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu, á blaðamannafundi í Bonn í Þýskalandi í gær. Yashin, sem þurfti á köflum að halda aftur af tárunum, sagðist hafa hamrað á því frá fyrsta degi í fangelsi að hann vildi ekki vera hluti af neins konar fangaskiptum. Aðrir pólitískir fangar sem hefðu brýna þörf fyrir læknisaðstoð hefðu heldur átt að hljóta lausn. Í svipaðan streng tók Vladímír Kara-Murza, andófsmaður sem sat einnig inni fyrir að andæfa innrásinni. Hann hefði aldrei samþykkt að vera vísað úr landi. Báðir ítrekuðu að þeir hefðu þverneitað að skrifa undir bænaskjal um náðun til Vladímírs Pútín forseta þrátt fyrir að fangelsisyfirvöld þrýsti á þá að gera það, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza fullyrti að fangaskipti af þessu tagi björguðu mannslífum. Dauði Alexei Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga, í rússnesku fangelsi í febrúar undirstriki það. Hundruð Rússa dúsi enn í fangelsi eingöngu fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Erfitt að vera skipt fyrir morðingja Fangaskiptin voru lengi í undirbúningi og strönduðu lengi vel á því að Rússar kröfðust þess að fá Vadím Krasikov, sem sat í þýsku fangelsi fyrir morð um hábjartan dag, lausan. Krasikov skaut téténskan fyrrverandi uppreisnarmann til bana í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Dómstóll taldi morðið framið að skipan rússneskri yfirvalda. Þýsk stjórnvöld voru ekki reiðubúin til þess frelsa Krasikov og viðurkenndi Joe Biden Bandaríkjaforseti að bandalagsþjóðin erfiðar ákvarðanir hefðu fylgt skiptunum. Talsmaður Kremlar staðfesti loks í gær að Krasikov væri leyniþjónustumaður þrátt fyrir að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað svarið af sér ábyrgð á morðinu. Pútín forseti hefur lýst Krasikov sem „föðurlandsvini“ og faðmaði hann að sér við komuna til Moskvu í fyrrakvöld. Yashin sagði erfitt að sætta sig við að hafa fengið frelsi gegn því að morðingi gengi laus. „Það' er erfitt. Það er erfitt tilfinningalega,“ sagði hann. Ennfremur upplýsti Yashin að einn leyniþjónustumannanna sem fylgdi föngunum í flugvél til Tyrklands þar sem skiptin fóru fram hafi hótað sér og Kara-Murza. „Ekki fagna of snemma vegna þess að Krasikov gæti farið á eftir ykkur,“ hafði Yashin eftir leyniþjónustumanninum. Honum hafi runnið kalt vatn milli skins og hörunds við hótunina. Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi.AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Varði ákvörðun Scholz kanslara Kara-Murza varði ákvörðun Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, um að heimila skiptin á Krasikov sem hann sætir gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir. Scholz og Maco Buschman, þýski dómsmálaráðherrann, sögðu ákvörðunina erfiða en nauðsynlega til þess að bjarga mannslífum. Ferlið til að frelsa Krasikov var flókið og þurfti Buschman meðal annars að fela saksóknurum að leggja fram við dómstól að þeir sæktust ekki lengur eftir því að fangelsisdómur hans yrði fullnustaður, að sögn Reuters. „Scholz sætir gagnrýni sums staðar fyrir þá erfiðu ákvörðun að leyfa persónlegum morðingja Pútín að ganga lausum en auðveldar ákvarðanir eru aðeins til í einræðisríkjum,“ sagði Kara-Murza í gær. Fjölskylda Zelimkhan Khangoshvili, sem Krasikov myrti í Berlín, fagnaði lausn fanganna en sagðist vonsvikin að morðinginn hefði verið frelsaður til þess. „Við erum mjög vonsvikin yfir því að það virðast ekki vera nein lög, jafnvel í landi sem stærir sig af réttarríkinu,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar.
Rússland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. 2. ágúst 2024 15:04 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. 2. ágúst 2024 15:04
Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36