Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 13:38 Ilya Yashin (t.v.), Andrei Pivovarov (f.m.) og Vladímír Kara-Murza (t.h.) ganga inn á blaðamannafund í Bonn í Þýskalandi í gær. Þeim var sleppt úr rússneskum fangelsum á fimmtudag. AP/Michael Probst Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. Fangaskiptin á fimmtudag voru þau umfangsmestu á milli Rússlands og vestrænna ríkja frá lokum kalda stríðsins. Á meðal þeirra sextán sem var sleppt úr rússneskum fangelsum voru blaðamenn, andófsfólks og fulltrúar mannréttindasamtaka. Rússar fengu á móti dæmdan morðingja og njósnara úr röðum leyniþjónustu sinnar. Rússnesku fangarnir voru frelsinu fegnir og þökkuðu þeim vestrænu ríkjum sem tryggðu lausn þeirra. Sumir þeirra óttuðust að deyja í fangelsi. Tilfinningarnar voru þó blendnar en sumir fanganna vissu ekki að til stæði að skipta á þeim fyrr en á leiðinni út á flugvöll, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem gerðist 1. ágúst, ég lít ekki á það sem fangaskipti heldur ólöglega brottvísun mína frá Rússlandi gegn vilja mínum. Ég segi í fullri hreinskilni að ég þrái ekkert heitar en að snúa aftur heim núna,“ sagði Ilya Yashin, stjórnarandstæðingur sem afplánaði fangelsisdóm fyrir að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu, á blaðamannafundi í Bonn í Þýskalandi í gær. Yashin, sem þurfti á köflum að halda aftur af tárunum, sagðist hafa hamrað á því frá fyrsta degi í fangelsi að hann vildi ekki vera hluti af neins konar fangaskiptum. Aðrir pólitískir fangar sem hefðu brýna þörf fyrir læknisaðstoð hefðu heldur átt að hljóta lausn. Í svipaðan streng tók Vladímír Kara-Murza, andófsmaður sem sat einnig inni fyrir að andæfa innrásinni. Hann hefði aldrei samþykkt að vera vísað úr landi. Báðir ítrekuðu að þeir hefðu þverneitað að skrifa undir bænaskjal um náðun til Vladímírs Pútín forseta þrátt fyrir að fangelsisyfirvöld þrýsti á þá að gera það, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza fullyrti að fangaskipti af þessu tagi björguðu mannslífum. Dauði Alexei Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga, í rússnesku fangelsi í febrúar undirstriki það. Hundruð Rússa dúsi enn í fangelsi eingöngu fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Erfitt að vera skipt fyrir morðingja Fangaskiptin voru lengi í undirbúningi og strönduðu lengi vel á því að Rússar kröfðust þess að fá Vadím Krasikov, sem sat í þýsku fangelsi fyrir morð um hábjartan dag, lausan. Krasikov skaut téténskan fyrrverandi uppreisnarmann til bana í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Dómstóll taldi morðið framið að skipan rússneskri yfirvalda. Þýsk stjórnvöld voru ekki reiðubúin til þess frelsa Krasikov og viðurkenndi Joe Biden Bandaríkjaforseti að bandalagsþjóðin erfiðar ákvarðanir hefðu fylgt skiptunum. Talsmaður Kremlar staðfesti loks í gær að Krasikov væri leyniþjónustumaður þrátt fyrir að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað svarið af sér ábyrgð á morðinu. Pútín forseti hefur lýst Krasikov sem „föðurlandsvini“ og faðmaði hann að sér við komuna til Moskvu í fyrrakvöld. Yashin sagði erfitt að sætta sig við að hafa fengið frelsi gegn því að morðingi gengi laus. „Það' er erfitt. Það er erfitt tilfinningalega,“ sagði hann. Ennfremur upplýsti Yashin að einn leyniþjónustumannanna sem fylgdi föngunum í flugvél til Tyrklands þar sem skiptin fóru fram hafi hótað sér og Kara-Murza. „Ekki fagna of snemma vegna þess að Krasikov gæti farið á eftir ykkur,“ hafði Yashin eftir leyniþjónustumanninum. Honum hafi runnið kalt vatn milli skins og hörunds við hótunina. Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi.AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Varði ákvörðun Scholz kanslara Kara-Murza varði ákvörðun Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, um að heimila skiptin á Krasikov sem hann sætir gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir. Scholz og Maco Buschman, þýski dómsmálaráðherrann, sögðu ákvörðunina erfiða en nauðsynlega til þess að bjarga mannslífum. Ferlið til að frelsa Krasikov var flókið og þurfti Buschman meðal annars að fela saksóknurum að leggja fram við dómstól að þeir sæktust ekki lengur eftir því að fangelsisdómur hans yrði fullnustaður, að sögn Reuters. „Scholz sætir gagnrýni sums staðar fyrir þá erfiðu ákvörðun að leyfa persónlegum morðingja Pútín að ganga lausum en auðveldar ákvarðanir eru aðeins til í einræðisríkjum,“ sagði Kara-Murza í gær. Fjölskylda Zelimkhan Khangoshvili, sem Krasikov myrti í Berlín, fagnaði lausn fanganna en sagðist vonsvikin að morðinginn hefði verið frelsaður til þess. „Við erum mjög vonsvikin yfir því að það virðast ekki vera nein lög, jafnvel í landi sem stærir sig af réttarríkinu,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Rússland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. 2. ágúst 2024 15:04 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Fangaskiptin á fimmtudag voru þau umfangsmestu á milli Rússlands og vestrænna ríkja frá lokum kalda stríðsins. Á meðal þeirra sextán sem var sleppt úr rússneskum fangelsum voru blaðamenn, andófsfólks og fulltrúar mannréttindasamtaka. Rússar fengu á móti dæmdan morðingja og njósnara úr röðum leyniþjónustu sinnar. Rússnesku fangarnir voru frelsinu fegnir og þökkuðu þeim vestrænu ríkjum sem tryggðu lausn þeirra. Sumir þeirra óttuðust að deyja í fangelsi. Tilfinningarnar voru þó blendnar en sumir fanganna vissu ekki að til stæði að skipta á þeim fyrr en á leiðinni út á flugvöll, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það sem gerðist 1. ágúst, ég lít ekki á það sem fangaskipti heldur ólöglega brottvísun mína frá Rússlandi gegn vilja mínum. Ég segi í fullri hreinskilni að ég þrái ekkert heitar en að snúa aftur heim núna,“ sagði Ilya Yashin, stjórnarandstæðingur sem afplánaði fangelsisdóm fyrir að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu, á blaðamannafundi í Bonn í Þýskalandi í gær. Yashin, sem þurfti á köflum að halda aftur af tárunum, sagðist hafa hamrað á því frá fyrsta degi í fangelsi að hann vildi ekki vera hluti af neins konar fangaskiptum. Aðrir pólitískir fangar sem hefðu brýna þörf fyrir læknisaðstoð hefðu heldur átt að hljóta lausn. Í svipaðan streng tók Vladímír Kara-Murza, andófsmaður sem sat einnig inni fyrir að andæfa innrásinni. Hann hefði aldrei samþykkt að vera vísað úr landi. Báðir ítrekuðu að þeir hefðu þverneitað að skrifa undir bænaskjal um náðun til Vladímírs Pútín forseta þrátt fyrir að fangelsisyfirvöld þrýsti á þá að gera það, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Kara-Murza fullyrti að fangaskipti af þessu tagi björguðu mannslífum. Dauði Alexei Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga, í rússnesku fangelsi í febrúar undirstriki það. Hundruð Rússa dúsi enn í fangelsi eingöngu fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Erfitt að vera skipt fyrir morðingja Fangaskiptin voru lengi í undirbúningi og strönduðu lengi vel á því að Rússar kröfðust þess að fá Vadím Krasikov, sem sat í þýsku fangelsi fyrir morð um hábjartan dag, lausan. Krasikov skaut téténskan fyrrverandi uppreisnarmann til bana í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Dómstóll taldi morðið framið að skipan rússneskri yfirvalda. Þýsk stjórnvöld voru ekki reiðubúin til þess frelsa Krasikov og viðurkenndi Joe Biden Bandaríkjaforseti að bandalagsþjóðin erfiðar ákvarðanir hefðu fylgt skiptunum. Talsmaður Kremlar staðfesti loks í gær að Krasikov væri leyniþjónustumaður þrátt fyrir að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað svarið af sér ábyrgð á morðinu. Pútín forseti hefur lýst Krasikov sem „föðurlandsvini“ og faðmaði hann að sér við komuna til Moskvu í fyrrakvöld. Yashin sagði erfitt að sætta sig við að hafa fengið frelsi gegn því að morðingi gengi laus. „Það' er erfitt. Það er erfitt tilfinningalega,“ sagði hann. Ennfremur upplýsti Yashin að einn leyniþjónustumannanna sem fylgdi föngunum í flugvél til Tyrklands þar sem skiptin fóru fram hafi hótað sér og Kara-Murza. „Ekki fagna of snemma vegna þess að Krasikov gæti farið á eftir ykkur,“ hafði Yashin eftir leyniþjónustumanninum. Honum hafi runnið kalt vatn milli skins og hörunds við hótunina. Pútín forseti fagnar Vadím Krasikov, launmorðingja leyniþjónustunnar, þegar fangarnir lentu í Moskvu í gærkvöldi.AP/Mikhail Voskresensky/Sputnik Varði ákvörðun Scholz kanslara Kara-Murza varði ákvörðun Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, um að heimila skiptin á Krasikov sem hann sætir gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir. Scholz og Maco Buschman, þýski dómsmálaráðherrann, sögðu ákvörðunina erfiða en nauðsynlega til þess að bjarga mannslífum. Ferlið til að frelsa Krasikov var flókið og þurfti Buschman meðal annars að fela saksóknurum að leggja fram við dómstól að þeir sæktust ekki lengur eftir því að fangelsisdómur hans yrði fullnustaður, að sögn Reuters. „Scholz sætir gagnrýni sums staðar fyrir þá erfiðu ákvörðun að leyfa persónlegum morðingja Pútín að ganga lausum en auðveldar ákvarðanir eru aðeins til í einræðisríkjum,“ sagði Kara-Murza í gær. Fjölskylda Zelimkhan Khangoshvili, sem Krasikov myrti í Berlín, fagnaði lausn fanganna en sagðist vonsvikin að morðinginn hefði verið frelsaður til þess. „Við erum mjög vonsvikin yfir því að það virðast ekki vera nein lög, jafnvel í landi sem stærir sig af réttarríkinu,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar.
Rússland Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. 2. ágúst 2024 15:04 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Gangast loksins við leyniþjónustufólki eftir fangaskiptin Stjórnvöld í Kreml staðfestu í fyrsta skipti í dag að sumir þeirra fanga sem fengu að snúa til Rússlands í sögulegum fangaskiptum í gær hafi verið útsendarar leyniþjónustunnar. Þeirra á meðal er morðingi sem Rússar sóru af sér eftir morð í Berlín árið 2019. 2. ágúst 2024 15:04
Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent