„Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. ágúst 2024 10:02 Guðlaug Edda gerði samlanda sína stolta í gær þegar hún sýndi mikla þrautseigju við erfiðar aðstæður. Lenti í slag í sundinu, datt af hjólinu en kláraði hlaupið af harðfylgi. Anne-Christine Poujoulat - Pool/Getty Images Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16
Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti