Þrítugasta Síldarævintýrið haldið um verslunarmannahelgina Síldarævintýrið 1. ágúst 2024 09:02 Það verður líf og fjör á Siglufirði um Verslunarmannahelgina. Sigló Það var árið 1991 sem hátíðin Síldarævintýrið var haldin í fyrsta sinn á Siglufirði en þar sem nokkur ár hafa dottið út, m.a. vegna Covid faraldursins, er þetta í þrítugasta sinn sem hún fer fram. Af því tilefni verður dagskráin viðameiri en síðustu ár. Fyrstu árin voru þessar hátíðir afar fjölmennar og mun Síldarævintýrið hafa haft sín áhrif á að upp spruttu bæjarhátíðir víða um land, hátíðir sem lögðu m.a. áherslu á sögu viðkomandi bæja. Síldarævintýrið er fjögurra daga fjölskylduhátíð með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla aldurshópa. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál. Það er fyrst og fremst heimafólk sem sér um að skemmta gestum hátíðarinnar enda Siglufjörður ríkur af listafólki, söfnum og setrum. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt fullt af öðrum leiktækjum.Sigló Hátíðin hefst fimmtudaginn 1. ágúst og þann dag ber hæst sameiginlega grillveislu bæjarbúa og gesta á skólabalanum á Siglufirði. Þar verða grillaðar pylsur ofaní gesti og gangandi. Í kjölfar grillveislunnar byrjar svo tónlistin að óma á skemmtistöðum bæjarins. Svo rekur hver viðburðurinn annan næstu dagana, tónlist hljómar áfram á skemmtistöðum og einnig á bryggjum, torgum og götum, listsýningar og viðburðir verða á söfnum, bjórleikar, fjöldasöngur, flugeldasýning, skoðunarferð um varðskipið Freyju og sigling ef veður leyfir, músikbingó, fornbílasýning, hjólaferðir, golfmót og strandblakmót er meðal þess sem verður í boði. Það verður nóg um að vera á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Sigló Öll barnadagskrá frí Líkt og síðustu ár er öll barnadagskrá á Síldarævintýrinu börnunum að kostnaðarlausu með aðstoð frábærra styrktaraðila og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Ýmislegt verður í boði fyrir börn og ungmenni t.d. hoppukastalar, nerf-byssur og andlitsmálun, froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar, sundlaugardiskó, sigling með varðskipinu Freyju (ef veður leyfir), veiði í Hólsá fyrir börn yngri en 16 ára, þrautabraut á Segli 67 og grillveisla ogfjöldasöngur. Rúsínan í pylsuendanum er að hoppa í sjóinn með Hopplandi og er það einnig frítt fyrir 0 - 18 ára. Síldin á svo náttúrulega sinn sess á Síldarævintýri. Hið stórglæsilega Síldarminjasafn Íslands er opið alla daga hátíðarinnar, líkt og aðra daga sumarins. Þar verður söltunarsýning og dansinn stiginn á bryggjunni. Auk þess mun síldargengið taka rúnt um bæinn og gömlu góðu síldarslagararnir munu óma um götur Siglufjarðar enn á ný. Það er félagið Síldarævintýrið á Siglufirði sem stendur að hátíðinni í samstarfi við ýmsa rekstaraðila í síldarbænum. Fjallabyggð Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Sjá meira
Fyrstu árin voru þessar hátíðir afar fjölmennar og mun Síldarævintýrið hafa haft sín áhrif á að upp spruttu bæjarhátíðir víða um land, hátíðir sem lögðu m.a. áherslu á sögu viðkomandi bæja. Síldarævintýrið er fjögurra daga fjölskylduhátíð með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla aldurshópa. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál. Það er fyrst og fremst heimafólk sem sér um að skemmta gestum hátíðarinnar enda Siglufjörður ríkur af listafólki, söfnum og setrum. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt fullt af öðrum leiktækjum.Sigló Hátíðin hefst fimmtudaginn 1. ágúst og þann dag ber hæst sameiginlega grillveislu bæjarbúa og gesta á skólabalanum á Siglufirði. Þar verða grillaðar pylsur ofaní gesti og gangandi. Í kjölfar grillveislunnar byrjar svo tónlistin að óma á skemmtistöðum bæjarins. Svo rekur hver viðburðurinn annan næstu dagana, tónlist hljómar áfram á skemmtistöðum og einnig á bryggjum, torgum og götum, listsýningar og viðburðir verða á söfnum, bjórleikar, fjöldasöngur, flugeldasýning, skoðunarferð um varðskipið Freyju og sigling ef veður leyfir, músikbingó, fornbílasýning, hjólaferðir, golfmót og strandblakmót er meðal þess sem verður í boði. Það verður nóg um að vera á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Sigló Öll barnadagskrá frí Líkt og síðustu ár er öll barnadagskrá á Síldarævintýrinu börnunum að kostnaðarlausu með aðstoð frábærra styrktaraðila og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Ýmislegt verður í boði fyrir börn og ungmenni t.d. hoppukastalar, nerf-byssur og andlitsmálun, froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar, sundlaugardiskó, sigling með varðskipinu Freyju (ef veður leyfir), veiði í Hólsá fyrir börn yngri en 16 ára, þrautabraut á Segli 67 og grillveisla ogfjöldasöngur. Rúsínan í pylsuendanum er að hoppa í sjóinn með Hopplandi og er það einnig frítt fyrir 0 - 18 ára. Síldin á svo náttúrulega sinn sess á Síldarævintýri. Hið stórglæsilega Síldarminjasafn Íslands er opið alla daga hátíðarinnar, líkt og aðra daga sumarins. Þar verður söltunarsýning og dansinn stiginn á bryggjunni. Auk þess mun síldargengið taka rúnt um bæinn og gömlu góðu síldarslagararnir munu óma um götur Siglufjarðar enn á ný. Það er félagið Síldarævintýrið á Siglufirði sem stendur að hátíðinni í samstarfi við ýmsa rekstaraðila í síldarbænum.
Fjallabyggð Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið