Þrítugasta Síldarævintýrið haldið um verslunarmannahelgina Síldarævintýrið 1. ágúst 2024 09:02 Það verður líf og fjör á Siglufirði um Verslunarmannahelgina. Sigló Það var árið 1991 sem hátíðin Síldarævintýrið var haldin í fyrsta sinn á Siglufirði en þar sem nokkur ár hafa dottið út, m.a. vegna Covid faraldursins, er þetta í þrítugasta sinn sem hún fer fram. Af því tilefni verður dagskráin viðameiri en síðustu ár. Fyrstu árin voru þessar hátíðir afar fjölmennar og mun Síldarævintýrið hafa haft sín áhrif á að upp spruttu bæjarhátíðir víða um land, hátíðir sem lögðu m.a. áherslu á sögu viðkomandi bæja. Síldarævintýrið er fjögurra daga fjölskylduhátíð með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla aldurshópa. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál. Það er fyrst og fremst heimafólk sem sér um að skemmta gestum hátíðarinnar enda Siglufjörður ríkur af listafólki, söfnum og setrum. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt fullt af öðrum leiktækjum.Sigló Hátíðin hefst fimmtudaginn 1. ágúst og þann dag ber hæst sameiginlega grillveislu bæjarbúa og gesta á skólabalanum á Siglufirði. Þar verða grillaðar pylsur ofaní gesti og gangandi. Í kjölfar grillveislunnar byrjar svo tónlistin að óma á skemmtistöðum bæjarins. Svo rekur hver viðburðurinn annan næstu dagana, tónlist hljómar áfram á skemmtistöðum og einnig á bryggjum, torgum og götum, listsýningar og viðburðir verða á söfnum, bjórleikar, fjöldasöngur, flugeldasýning, skoðunarferð um varðskipið Freyju og sigling ef veður leyfir, músikbingó, fornbílasýning, hjólaferðir, golfmót og strandblakmót er meðal þess sem verður í boði. Það verður nóg um að vera á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Sigló Öll barnadagskrá frí Líkt og síðustu ár er öll barnadagskrá á Síldarævintýrinu börnunum að kostnaðarlausu með aðstoð frábærra styrktaraðila og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Ýmislegt verður í boði fyrir börn og ungmenni t.d. hoppukastalar, nerf-byssur og andlitsmálun, froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar, sundlaugardiskó, sigling með varðskipinu Freyju (ef veður leyfir), veiði í Hólsá fyrir börn yngri en 16 ára, þrautabraut á Segli 67 og grillveisla ogfjöldasöngur. Rúsínan í pylsuendanum er að hoppa í sjóinn með Hopplandi og er það einnig frítt fyrir 0 - 18 ára. Síldin á svo náttúrulega sinn sess á Síldarævintýri. Hið stórglæsilega Síldarminjasafn Íslands er opið alla daga hátíðarinnar, líkt og aðra daga sumarins. Þar verður söltunarsýning og dansinn stiginn á bryggjunni. Auk þess mun síldargengið taka rúnt um bæinn og gömlu góðu síldarslagararnir munu óma um götur Siglufjarðar enn á ný. Það er félagið Síldarævintýrið á Siglufirði sem stendur að hátíðinni í samstarfi við ýmsa rekstaraðila í síldarbænum. Fjallabyggð Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Sjá meira
Fyrstu árin voru þessar hátíðir afar fjölmennar og mun Síldarævintýrið hafa haft sín áhrif á að upp spruttu bæjarhátíðir víða um land, hátíðir sem lögðu m.a. áherslu á sögu viðkomandi bæja. Síldarævintýrið er fjögurra daga fjölskylduhátíð með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla aldurshópa. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál. Það er fyrst og fremst heimafólk sem sér um að skemmta gestum hátíðarinnar enda Siglufjörður ríkur af listafólki, söfnum og setrum. Hoppukastali verður á svæðinu ásamt fullt af öðrum leiktækjum.Sigló Hátíðin hefst fimmtudaginn 1. ágúst og þann dag ber hæst sameiginlega grillveislu bæjarbúa og gesta á skólabalanum á Siglufirði. Þar verða grillaðar pylsur ofaní gesti og gangandi. Í kjölfar grillveislunnar byrjar svo tónlistin að óma á skemmtistöðum bæjarins. Svo rekur hver viðburðurinn annan næstu dagana, tónlist hljómar áfram á skemmtistöðum og einnig á bryggjum, torgum og götum, listsýningar og viðburðir verða á söfnum, bjórleikar, fjöldasöngur, flugeldasýning, skoðunarferð um varðskipið Freyju og sigling ef veður leyfir, músikbingó, fornbílasýning, hjólaferðir, golfmót og strandblakmót er meðal þess sem verður í boði. Það verður nóg um að vera á Siglufirði um Verslunarmannahelgina.Sigló Öll barnadagskrá frí Líkt og síðustu ár er öll barnadagskrá á Síldarævintýrinu börnunum að kostnaðarlausu með aðstoð frábærra styrktaraðila og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Ýmislegt verður í boði fyrir börn og ungmenni t.d. hoppukastalar, nerf-byssur og andlitsmálun, froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar, sundlaugardiskó, sigling með varðskipinu Freyju (ef veður leyfir), veiði í Hólsá fyrir börn yngri en 16 ára, þrautabraut á Segli 67 og grillveisla ogfjöldasöngur. Rúsínan í pylsuendanum er að hoppa í sjóinn með Hopplandi og er það einnig frítt fyrir 0 - 18 ára. Síldin á svo náttúrulega sinn sess á Síldarævintýri. Hið stórglæsilega Síldarminjasafn Íslands er opið alla daga hátíðarinnar, líkt og aðra daga sumarins. Þar verður söltunarsýning og dansinn stiginn á bryggjunni. Auk þess mun síldargengið taka rúnt um bæinn og gömlu góðu síldarslagararnir munu óma um götur Siglufjarðar enn á ný. Það er félagið Síldarævintýrið á Siglufirði sem stendur að hátíðinni í samstarfi við ýmsa rekstaraðila í síldarbænum.
Fjallabyggð Menning Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið