Nýútskrifuð kona ráðin í stað reynslumikils karls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 13:08 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Karlar eru 17 prósent starfsfólks á spítalanum. Vísir/Vilhelm Landspítalinn braut jafnréttislög þegar ung nýútskrifuð kona var ráðin í starf lyfjafræðings í stað karlmanns um fertugt með áratugsreynslu í faginu. Konan hafði verið með starfsleyfi í sjö mánuði þegar hún var ráðin. Spítalinn mismunaði karlmanninum bæði á grundvelli kyns og aldurs. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem tók málið fyrir eftir kæru karlmannsins. Forsaga málsins er sú að Landspítalinn auglýst starf lyfjafræðings í lyfjaþjónustu á klínísku þjónustusviði laust í júlí 2022. Karl og kona voru einu umsækjendur um starfið. Þau voru bæði boðuð til viðtals og að þeim loknum ákveðið að ráða konuna. Karlmaðurinn fékk þær upplýsingar í lok september 2022. Eftir að hafa fengið gögn málsins frá spítalanum hálfu ári síðar kærði karlmaðurinn ráðninguna og sakaði spítalann um brot á jafnréttislögum. Spurningar orðaðar í kvenkyni Karlmaðurinn hafði ýmsar athugasemdir við ráðninguna. Hann væri hæfastur en af öðru kyni og töluvert eldri en konan sem var ráðin. Hann hefði áratugsreynslu sem lyfjafræðingur og lítið væri gert úr honum með því að ráða nýútskrifaða konu úr lyfjafræði í starfið. Hann vísaði til verulegs kynjahalla hjá Landspítalanum og skort á rökum fyrir ráðningu konunnar. Góð frammistaða í viðtali ætti ekki að geta leitt til þess að litið væri framhjá starfsreynslu og menntun. Það gæti verið óforsvaranlegt að byggja nær eingöngu á huglægum atriðum og líta framhjá hlutlægum á borð við reynslu. Þótt viðtölin hafi verið stöðluð hafi þau verið tekin af tveimur konum og spurningar verið orðaðar í kvenkyni þvert á íslenska málhefð. Þá furðaði hann sig á því að það hefði verði talið konunni til tekna að hún ætlaði að staldra stutt við í starfi því hún hygði á frekari menntun. Þá sé Landspítalinn kvennavinnustaður og rökstuðningur Landspítalans um ráðningu þriggja karlmanna á tveimur árum sem lyfjafræðingar sé handvalinn. Ekki liggi fyrir hve margar konur hafi verið ráðningar á sama tímabili. Konan hefði verið hæfust Landspítalinn sagði báða umsækjendur hafa uppfyllt hlutlægar kröfur auglýsingarinnar svo sem um menntun. Að loknum viðtölum hafi legið fyrir að konan fékk fleiri stig í fyrir fram skilgreindum matsramma. Konan hafi verið hæfasti umsækjandinn. Mat á hæfni hafi byggt á innsendum gögnum, umsögnum og viðtölum. Þar sem bæði uppfylltu hlutlæg skilyrði hefði verið ljóst að starfsviðtalið hefði verulegt vægi. Þar hafi verið spurt út í hefðbundin almenn atriði en einnig fjölmörg fagleg varðandi þekkingu og reynslu sem gerð var krafa um í auglýsingu. Konan hefði staðið sig betur í viðtalinu auk þess að „sýna af sér gott viðmót, áhuga og metnað“ sem bentu til að hún passaði við markmið í auglýsingu um starfið. Þá benti Landspítalinn á að karlmaðurinn væri við meðalaldur starfsfólks spítalans, um 42 ár, svo langsótt væri að um aldursmismununun væri að ráða. Hann væri nálægt stjórnendum deildarinnar sem tóku ákvörðun um ráðninguna í aldri. Einkunn í viðtalinu réð öllu Kærunefndin horfði til þess að yfirlyfjafræðingur og rekstrarstjóri sjúkrahúsapóteks hefðu tekið viðtölin. Í kjölfarið hafi það verið niðurstaða deildarstjóra lyfjaþjónustu og framkvæmdastjóra þjónustusviðs Landspítalans, að loknu heildarmati, að konan hefði verið hæfust. Matsramminn í viðtalinu var 0-5 stig fyrir hvern þátt og fékk konan 7,96 stig að meðaltali en karlinn 6,5 stig. Engin frekari gögn lágu fyrir úr viðtalinu svo sem minnispunktar um viðmót umsækjenda eða skráning á einstökum svörum þeirra. Þeir sem tóku ákvörðun um ráðningu höfðu því engar skriflegar upplýsingar til að miða við fyrir utan stigagjöfina. Það sama átti við um upplýsingar úr umsögnum umsagnaraðila sem Landspítalinn tók fram að hefði ekki haft áhrif á heildstætt mat á hæfni umsækjenda. Kærunefndin benti á að Landspítalanum bæri að skrá upplýsingar um munnlegar upplýsingar ef þær hafa þýðingu við úrlausn máls og er ekki að finna í gögnum þess. Hið sama eigi við um forsendur ákvarðana. Taldi kærunefndin sig ekki geta dregið aðra ályktun en þá að niðurstaðan í matsrammanum, einkunnagjöfin, hefði verið ráðandi við hæfnismatið. Landspítalinn hefði bent á að menntun og starfsreynsla hefði ekki haft áhrif á matið enda hefðu bæði uppfyllt þau hlutlægu skilyrði. Óforsvaranleg ákvörðun Kærunefndin benti hins vegar á tölvupóstssamskipti karlmannsins við starfsmann Landspítalans þar sem karlmaðurinn fékk þau svör að ráðningin hefði verið byggð á „frammistöðu í viðtali og fyrri reynslu“. Var það mat nefndarinnar að það hefði ekki verið nóg fyrir Landspítalann að vísa til niðurstöðu stigagjafar þegar engra gagna nyti við um svör eða frammistöðu í viðtalinu. Þá minnti nefndin á mun meiri reynslu karlmannsins í starfi lyfjafræðings en konunnar sem Landspítalinn hefði ákveðið að leggja ekkert mat á. Miðað við það vægi sem Landspítalinn setti á frammistöðu í viðtölunum hefði honum borið að skrá svör og frammistöðu enda grundvallaði það endanlega ákvörðun um ráðningu. Ákvörðun Landspítalans hefði hvorki verið málefnaleg né forsvaranleg. Því væri það niðurstaða kærunefndarinnar að Landspítalinn hefði mismunað umsækjendum á grundvelli bæði kyns og aldurs. Engin rök hefðu verið færð til að réttlæta slíka mismunun. Jafnréttismál Landspítalinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem tók málið fyrir eftir kæru karlmannsins. Forsaga málsins er sú að Landspítalinn auglýst starf lyfjafræðings í lyfjaþjónustu á klínísku þjónustusviði laust í júlí 2022. Karl og kona voru einu umsækjendur um starfið. Þau voru bæði boðuð til viðtals og að þeim loknum ákveðið að ráða konuna. Karlmaðurinn fékk þær upplýsingar í lok september 2022. Eftir að hafa fengið gögn málsins frá spítalanum hálfu ári síðar kærði karlmaðurinn ráðninguna og sakaði spítalann um brot á jafnréttislögum. Spurningar orðaðar í kvenkyni Karlmaðurinn hafði ýmsar athugasemdir við ráðninguna. Hann væri hæfastur en af öðru kyni og töluvert eldri en konan sem var ráðin. Hann hefði áratugsreynslu sem lyfjafræðingur og lítið væri gert úr honum með því að ráða nýútskrifaða konu úr lyfjafræði í starfið. Hann vísaði til verulegs kynjahalla hjá Landspítalanum og skort á rökum fyrir ráðningu konunnar. Góð frammistaða í viðtali ætti ekki að geta leitt til þess að litið væri framhjá starfsreynslu og menntun. Það gæti verið óforsvaranlegt að byggja nær eingöngu á huglægum atriðum og líta framhjá hlutlægum á borð við reynslu. Þótt viðtölin hafi verið stöðluð hafi þau verið tekin af tveimur konum og spurningar verið orðaðar í kvenkyni þvert á íslenska málhefð. Þá furðaði hann sig á því að það hefði verði talið konunni til tekna að hún ætlaði að staldra stutt við í starfi því hún hygði á frekari menntun. Þá sé Landspítalinn kvennavinnustaður og rökstuðningur Landspítalans um ráðningu þriggja karlmanna á tveimur árum sem lyfjafræðingar sé handvalinn. Ekki liggi fyrir hve margar konur hafi verið ráðningar á sama tímabili. Konan hefði verið hæfust Landspítalinn sagði báða umsækjendur hafa uppfyllt hlutlægar kröfur auglýsingarinnar svo sem um menntun. Að loknum viðtölum hafi legið fyrir að konan fékk fleiri stig í fyrir fram skilgreindum matsramma. Konan hafi verið hæfasti umsækjandinn. Mat á hæfni hafi byggt á innsendum gögnum, umsögnum og viðtölum. Þar sem bæði uppfylltu hlutlæg skilyrði hefði verið ljóst að starfsviðtalið hefði verulegt vægi. Þar hafi verið spurt út í hefðbundin almenn atriði en einnig fjölmörg fagleg varðandi þekkingu og reynslu sem gerð var krafa um í auglýsingu. Konan hefði staðið sig betur í viðtalinu auk þess að „sýna af sér gott viðmót, áhuga og metnað“ sem bentu til að hún passaði við markmið í auglýsingu um starfið. Þá benti Landspítalinn á að karlmaðurinn væri við meðalaldur starfsfólks spítalans, um 42 ár, svo langsótt væri að um aldursmismununun væri að ráða. Hann væri nálægt stjórnendum deildarinnar sem tóku ákvörðun um ráðninguna í aldri. Einkunn í viðtalinu réð öllu Kærunefndin horfði til þess að yfirlyfjafræðingur og rekstrarstjóri sjúkrahúsapóteks hefðu tekið viðtölin. Í kjölfarið hafi það verið niðurstaða deildarstjóra lyfjaþjónustu og framkvæmdastjóra þjónustusviðs Landspítalans, að loknu heildarmati, að konan hefði verið hæfust. Matsramminn í viðtalinu var 0-5 stig fyrir hvern þátt og fékk konan 7,96 stig að meðaltali en karlinn 6,5 stig. Engin frekari gögn lágu fyrir úr viðtalinu svo sem minnispunktar um viðmót umsækjenda eða skráning á einstökum svörum þeirra. Þeir sem tóku ákvörðun um ráðningu höfðu því engar skriflegar upplýsingar til að miða við fyrir utan stigagjöfina. Það sama átti við um upplýsingar úr umsögnum umsagnaraðila sem Landspítalinn tók fram að hefði ekki haft áhrif á heildstætt mat á hæfni umsækjenda. Kærunefndin benti á að Landspítalanum bæri að skrá upplýsingar um munnlegar upplýsingar ef þær hafa þýðingu við úrlausn máls og er ekki að finna í gögnum þess. Hið sama eigi við um forsendur ákvarðana. Taldi kærunefndin sig ekki geta dregið aðra ályktun en þá að niðurstaðan í matsrammanum, einkunnagjöfin, hefði verið ráðandi við hæfnismatið. Landspítalinn hefði bent á að menntun og starfsreynsla hefði ekki haft áhrif á matið enda hefðu bæði uppfyllt þau hlutlægu skilyrði. Óforsvaranleg ákvörðun Kærunefndin benti hins vegar á tölvupóstssamskipti karlmannsins við starfsmann Landspítalans þar sem karlmaðurinn fékk þau svör að ráðningin hefði verið byggð á „frammistöðu í viðtali og fyrri reynslu“. Var það mat nefndarinnar að það hefði ekki verið nóg fyrir Landspítalann að vísa til niðurstöðu stigagjafar þegar engra gagna nyti við um svör eða frammistöðu í viðtalinu. Þá minnti nefndin á mun meiri reynslu karlmannsins í starfi lyfjafræðings en konunnar sem Landspítalinn hefði ákveðið að leggja ekkert mat á. Miðað við það vægi sem Landspítalinn setti á frammistöðu í viðtölunum hefði honum borið að skrá svör og frammistöðu enda grundvallaði það endanlega ákvörðun um ráðningu. Ákvörðun Landspítalans hefði hvorki verið málefnaleg né forsvaranleg. Því væri það niðurstaða kærunefndarinnar að Landspítalinn hefði mismunað umsækjendum á grundvelli bæði kyns og aldurs. Engin rök hefðu verið færð til að réttlæta slíka mismunun.
Jafnréttismál Landspítalinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira