Sá heitir Wendell Green yngri og er 21 árs leikstjórnandi frá Detroit. Green lék með Eastern Kentucky háskólanum 2020-21 og svo Auburn 2021-23.
Green spilaði með Cleveland Cavaliers í sumardeild NBA 2023. Á síðasta tímabili lék hann svo með Novi Pazar í Serbíu og með Indios í Dóminíska lýðveldinu.
Í fjórtán deildarleikjum með Novi Pazar var Green með 20,8 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali.
🚨✍️Wendell Green Jr. semur við Keflavík ✍️🚨
— Keflavík Karfan (@KeflavikKarfa) July 25, 2024
Síðasta púslið í karla liðið okkar fyrir veturinn er klárt. KKDK kynnir til leiks bandaríkjamanninn Wendell Green Jr.#Bónusdeildin #Keflavík @ChrisLuchey pic.twitter.com/A9JG2YHz8l
Remy Martin lék með Keflavík á síðasta tímabili og var einn besti leikmaður Subway deildarinnar. Hann sleit hins vegar hásin í fyrsta leiknum í einvíginu gegn Grindavík í undanúrslitum.
Keflavík endaði í 3. sæti Subway deildarinnar og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tólf ár.