Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 11:01 Ólympíuleikarnir fara fram í París þetta sumarið. Þar verður frönskum keppendum bannað að klæðast trúartengdum fatnaði. Claudio Villa/Getty Images Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira