Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 06:37 Harris hefur mælst betur gegn Trump en Biden frá því að síðastnefndi dró sig í hlé. Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Í kvörtuninni sakar David Warrington, lögmaður framboðs Trump, Harris um að brjóta gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa skipt út nafni Biden fyrir sitt nafn til að fá aðgang að fjármununum. Hann segir ekki standast lög að breyta einfaldlega nafninu á framboðinu úr „Biden til forseta“ í „Harris til forseta“ til að tryggja Harris aðgengi að 91 milljón dala í sjóðum framboðsins. Í kvörtuninni, sem er átta síður, segir að í raun sé um að ræða 91 milljón dala framlag frá einum forsetaframbjóðanda til annars, sem sé klárt brot á lögum. Lög banni að kandídatar eigi áfram fjármuni sem hafa verið gefnir til kosningabaráttu fyrir kosningar sem þeir munu ekki taka þátt í. Þannig verði Biden að skila umræddum fjármunum til þeirra sem gáfu þá í kosningasjóði hans, fyrst hann ákvað að hætta við framboð sitt. Warrington fer þess á leit að kjörnefndin frysti aðgengi Harris að fjármununum þar til málið er komið á hreint. Óvíst er hvort kvörtunin muni skila nokkru en erlendir miðlar hafa greint frá því að teymi Trump leiti nú allra leiða til að draga úr þeim skriðþunga sem Harris virðist njóta. Málsóknir vegna kosningasjóðanna séu einn möguleiki í stöðunni. Guardian hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til framboðs Harris að þar á bæ hafi menn ekki miklar áhyggjur af málinu, þar sem sjóðirnir hafi alltaf verið ætlaðir til notkunar fyrir Biden og Harris. Þá hefur verið bent á að 100 milljónir dala hafi safnast í sjóðina frá því að Harris tók við. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Í kvörtuninni sakar David Warrington, lögmaður framboðs Trump, Harris um að brjóta gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa skipt út nafni Biden fyrir sitt nafn til að fá aðgang að fjármununum. Hann segir ekki standast lög að breyta einfaldlega nafninu á framboðinu úr „Biden til forseta“ í „Harris til forseta“ til að tryggja Harris aðgengi að 91 milljón dala í sjóðum framboðsins. Í kvörtuninni, sem er átta síður, segir að í raun sé um að ræða 91 milljón dala framlag frá einum forsetaframbjóðanda til annars, sem sé klárt brot á lögum. Lög banni að kandídatar eigi áfram fjármuni sem hafa verið gefnir til kosningabaráttu fyrir kosningar sem þeir munu ekki taka þátt í. Þannig verði Biden að skila umræddum fjármunum til þeirra sem gáfu þá í kosningasjóði hans, fyrst hann ákvað að hætta við framboð sitt. Warrington fer þess á leit að kjörnefndin frysti aðgengi Harris að fjármununum þar til málið er komið á hreint. Óvíst er hvort kvörtunin muni skila nokkru en erlendir miðlar hafa greint frá því að teymi Trump leiti nú allra leiða til að draga úr þeim skriðþunga sem Harris virðist njóta. Málsóknir vegna kosningasjóðanna séu einn möguleiki í stöðunni. Guardian hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til framboðs Harris að þar á bæ hafi menn ekki miklar áhyggjur af málinu, þar sem sjóðirnir hafi alltaf verið ætlaðir til notkunar fyrir Biden og Harris. Þá hefur verið bent á að 100 milljónir dala hafi safnast í sjóðina frá því að Harris tók við.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira