Hvað finnst þér? Bryndís Víglundsdóttir skrifar 23. júlí 2024 15:00 Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryndís Víglundsdóttir Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki greind til að átta mig á hvað vakir fyrir formanni Viðskiptaráðs með málflutningi sínum um íslenska grunnskólann og kennara landsins. Hafði formaður ráðsins kynnt sér starfsaðstæður í fjölmörgum bekkjardeildum áður en hann gerði slaka útkomu úr hinni frægu Pisa könnun að umræðuefni í hátíðaræðu sinni við skólaslit Háskólans í Reykjavík? Veit fólk sem hlustaði á þessa hátíðaræðu sem haldin var yfir útskriftarnemendum frá HR og fjölskyldum þeirra alla söguna? Við kennarar megum ekki tala um nemendur okkar, megum ekki verja okkur og störf okkar. Þannig er um fleiri starfstéttir, t.d. lækna. Umtal um það sem fer fram milli fagmannsins og skjólstæðings hans fellur undir persónuupplýsingar. Fagmaðurinn skal ætíð taka því af æðruleysi og jafnaðargeði sem skjólstæðingurinn eða aðstandendur hans kunna að ræða heima fyrir eða í hátíðaræðum. Nú ætla ég að leyfa mér að birta eina mynd úr bekkjardeild í Reykjavík. Í bekknum eru samtals 22 börn og er samsetning hópsins þannig að í honum eru 3 börn sem hafa fengið greiningu um skerta greind en skulu standa sig í almenna skólanum því að á Íslandi rekum við skóla án aðgreiningar eins og alþjóð veit. Þá eru í þessum bekk 9 drengir frá landi einu í Asíu. Þeir skilja ekki íslensku og í ljós kom að þeir höfðu aldrei áður í skóla komið. Á bak við veru drengjanna í þessum skóla er auðvitað saga sem ekki verður sögð hér. Í þessari bekkjardeild eru 10 nemendur, íslensk börn sem hafa verið í skóla frá 4 ára aldri, vel læs og lesandi manneskjur, hafandi til þess getu og áhuga að læra. Börnin eru auðvitað öll látin taka Pisa könnunina því að reglurnar segja að svo skuli vera. Það er þó ekki alvarlegasta atriðið í þessari frásögu. Hitt er umhugsunarefni- sem hefði mátt minnast á í ræðunni frægu, hvers konar frið og aðstöðu börnin 10 fá til að stunda nám við þessar aðstæður. Líðan kennara sem starfa við þessar aðstæður er líka umhugsunarefni. Er það eðlilegt að fjöldi kennara skuli bugast í starfinu og verða að fara í veikindaleyfi eða hreinlega hætta störfum? Varðar þá sem halda ræðurnar um skólana okkar ekki heldur um það? Nú vil ég þakka Ásmundi, ráðherra menntamála að hann hefur af einurð lagt sig fram um að fræðast af og hlusta á kennara landsins, fólkið sem starfar í skólunum. Hann spyr um álit þeirra og hlustar á tillögur til umbóta sem orðaðar eru. Þessi framganga Ásmundar er fagleg og drengileg. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Við ykkur sem eruð að flytja ræður við hátíðleg tækifæri langar mig að segja að skólinn okkar er viðkvæmur staður. Mörg okkar fengum þar það veganesti sem hefur dugað okkur og verið okkur blessun allt lífið. Stöndum saman að því að styða við grunnskólann okkar með góðum orðum og athæfi. Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari og skólastjóri Þroskaþjálfaskóla Íslands.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun