„Þetta var augljóslega slys“ Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júlí 2024 16:02 Alec Baldwin knúsar Alex Spiro, lögmann sinn, eftir að dómarinn tilkynnti að málinu væri vísað frá. EPA/RAMSAY DE GIVE Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi. Skot hljóp af byssu leikarans á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést. Joanna Hang, einn kviðdómenda í málinu, segir í samtali við The New York Times að það hafi verið augljóst að um slys væri að ræða. Að hennar mati hefði Baldwin ekki einu sinni átt að vera ákærður. Hún segir að eftir því sem leið á réttarhöldin virtist ákæran ekki halda miklu vatni. „Þetta var augljóslega slys. Kenningar um að það hafi verið einhver ásetningur eða gífurlegt kæruleysi af hans hálfu sem olli þessu, þær hljómuðu ekki eins og þær væru sannar.“ Leikarinn eigi að geta treyst samstarfsfólki Ganriel Picayo, hinn kviðdómandinn sem rætt var við, segir að hennar skoðun hafi breyst eftir að hún komst að því að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, hafði þegar verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfalli kvikmyndatökumannsins. Picayo segir að þá hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mjög furðuleg réttarhöld og að Baldwin ætti ekki að vera ákærður fyrir sinn hlut í málinu. Sem leikari ætti hann að geta treyst fólkinu sem vinnur á kvikmyndasettinu „til að gera vinnuna sína.“ Baldwin var upphaflega ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar 2023 en ákveðið var að falla frá ákærunni til að rannsaka málið betur. Ári síðar var hann svo aftur ákærður og í það skipti fór málið fyrir dómstóla. Málinu var vísað frá dómi þegar dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Dómarinn úrskurðaði auk þess að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi. Skot hljóp af byssu leikarans á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést. Joanna Hang, einn kviðdómenda í málinu, segir í samtali við The New York Times að það hafi verið augljóst að um slys væri að ræða. Að hennar mati hefði Baldwin ekki einu sinni átt að vera ákærður. Hún segir að eftir því sem leið á réttarhöldin virtist ákæran ekki halda miklu vatni. „Þetta var augljóslega slys. Kenningar um að það hafi verið einhver ásetningur eða gífurlegt kæruleysi af hans hálfu sem olli þessu, þær hljómuðu ekki eins og þær væru sannar.“ Leikarinn eigi að geta treyst samstarfsfólki Ganriel Picayo, hinn kviðdómandinn sem rætt var við, segir að hennar skoðun hafi breyst eftir að hún komst að því að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, hafði þegar verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfalli kvikmyndatökumannsins. Picayo segir að þá hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mjög furðuleg réttarhöld og að Baldwin ætti ekki að vera ákærður fyrir sinn hlut í málinu. Sem leikari ætti hann að geta treyst fólkinu sem vinnur á kvikmyndasettinu „til að gera vinnuna sína.“ Baldwin var upphaflega ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar 2023 en ákveðið var að falla frá ákærunni til að rannsaka málið betur. Ári síðar var hann svo aftur ákærður og í það skipti fór málið fyrir dómstóla. Málinu var vísað frá dómi þegar dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Dómarinn úrskurðaði auk þess að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira