„Þetta var augljóslega slys“ Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júlí 2024 16:02 Alec Baldwin knúsar Alex Spiro, lögmann sinn, eftir að dómarinn tilkynnti að málinu væri vísað frá. EPA/RAMSAY DE GIVE Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi. Skot hljóp af byssu leikarans á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést. Joanna Hang, einn kviðdómenda í málinu, segir í samtali við The New York Times að það hafi verið augljóst að um slys væri að ræða. Að hennar mati hefði Baldwin ekki einu sinni átt að vera ákærður. Hún segir að eftir því sem leið á réttarhöldin virtist ákæran ekki halda miklu vatni. „Þetta var augljóslega slys. Kenningar um að það hafi verið einhver ásetningur eða gífurlegt kæruleysi af hans hálfu sem olli þessu, þær hljómuðu ekki eins og þær væru sannar.“ Leikarinn eigi að geta treyst samstarfsfólki Ganriel Picayo, hinn kviðdómandinn sem rætt var við, segir að hennar skoðun hafi breyst eftir að hún komst að því að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, hafði þegar verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfalli kvikmyndatökumannsins. Picayo segir að þá hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mjög furðuleg réttarhöld og að Baldwin ætti ekki að vera ákærður fyrir sinn hlut í málinu. Sem leikari ætti hann að geta treyst fólkinu sem vinnur á kvikmyndasettinu „til að gera vinnuna sína.“ Baldwin var upphaflega ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar 2023 en ákveðið var að falla frá ákærunni til að rannsaka málið betur. Ári síðar var hann svo aftur ákærður og í það skipti fór málið fyrir dómstóla. Málinu var vísað frá dómi þegar dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Dómarinn úrskurðaði auk þess að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi. Skot hljóp af byssu leikarans á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést. Joanna Hang, einn kviðdómenda í málinu, segir í samtali við The New York Times að það hafi verið augljóst að um slys væri að ræða. Að hennar mati hefði Baldwin ekki einu sinni átt að vera ákærður. Hún segir að eftir því sem leið á réttarhöldin virtist ákæran ekki halda miklu vatni. „Þetta var augljóslega slys. Kenningar um að það hafi verið einhver ásetningur eða gífurlegt kæruleysi af hans hálfu sem olli þessu, þær hljómuðu ekki eins og þær væru sannar.“ Leikarinn eigi að geta treyst samstarfsfólki Ganriel Picayo, hinn kviðdómandinn sem rætt var við, segir að hennar skoðun hafi breyst eftir að hún komst að því að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, hafði þegar verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfalli kvikmyndatökumannsins. Picayo segir að þá hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mjög furðuleg réttarhöld og að Baldwin ætti ekki að vera ákærður fyrir sinn hlut í málinu. Sem leikari ætti hann að geta treyst fólkinu sem vinnur á kvikmyndasettinu „til að gera vinnuna sína.“ Baldwin var upphaflega ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar 2023 en ákveðið var að falla frá ákærunni til að rannsaka málið betur. Ári síðar var hann svo aftur ákærður og í það skipti fór málið fyrir dómstóla. Málinu var vísað frá dómi þegar dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Dómarinn úrskurðaði auk þess að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning