Reyndist saklaus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2024 23:45 Sandra Hemme, sem sést hér fyrir miðju, hitti fjölskyldu sína og stuðningsfólk eftir að henni var sleppt frá Chillicothe Correctional Center fangelsinu á föstudag. Ap/The Kansas City Star/HG Biggs Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en við endurupptöku málsins kom í ljós að engin gögn tengdu hana við glæpinn önnur en játning sem hún bar fram undir áhrifum mjög slævandi lyfja á geðsjúkrahúsi. Hemme er í dag 64 ára gömul og talið að engin kona hafi þurft að sæta jafn langri fangelsisvist í Bandaríkjunum að ósekju. Greint er frá þessu í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC en lögfræðiteymi hennar segist þakklátt því að hún hafi loks fengið að sameinast fjölskyldu sinni. Þau muni halda áfram þeirri vinnu að hreinsa nafn hennar. Fram kemur í dómsorði dómara sem sneri við sakfellingu Hemme að lögfræðingar hennar, sem starfa fyrir samtökin Innocence Project, hafi fært sönnur á að Hemme væri í reynd saklaus. Byggði sú niðurstaða meðal annars á gögnum sem verjendur hafi ekki vitað af þegar mál hennar var upphaflega rekið fyrir dómstólum. Litu fram hjá gögnum sem tengdu samstarfsmann við morðið Í ljós kom að lögregluyfirvöld höfðu horft fram hjá sönnunargögnum sem tengdu lögreglumanninn Michael Holman við málið en hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir annan glæp og lést árið 2015. Pallbíll Holmans sást til að mynda nærri vettvangi daginn sem morðið átti sér stað og ekki reyndist hægt að staðfesta fjarvistarsönnun hans. Sýna gögn að hann hafi notað kreditkort fórnarlambsins sem hann sagðist hafa séð í skurði og auk þess fundust gulleyrnalokkar á heimili Holmans sem faðir hinnar myrtu taldi vera hennar. Verjendur Hemme voru ekki upplýstir um neitt af þessu á sínum tíma. Hemme var nokkrum sinnum yfirheyrð af lögreglu undir áhrifum geðrofslyfja og öflugs róandi lyfs eftir að hafa verið lögð inn á geðsjúkrahús. Hún hafði áður stöku sinnum gengist undir geðmeðferð frá því að hún var tólf ára. Hemme yfirgaf loksins Chillicothe Correctional Center fangelsið í Missouri á föstudag og mun hún búa með systur sinni. Eftir að hún var látin laus átti hún endurfundi með fjölskyldu sinni í nálægum almenningsgarði þar sem hún faðmaði systur sína, dóttur og barnabarn. Bandaríkin Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en við endurupptöku málsins kom í ljós að engin gögn tengdu hana við glæpinn önnur en játning sem hún bar fram undir áhrifum mjög slævandi lyfja á geðsjúkrahúsi. Hemme er í dag 64 ára gömul og talið að engin kona hafi þurft að sæta jafn langri fangelsisvist í Bandaríkjunum að ósekju. Greint er frá þessu í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC en lögfræðiteymi hennar segist þakklátt því að hún hafi loks fengið að sameinast fjölskyldu sinni. Þau muni halda áfram þeirri vinnu að hreinsa nafn hennar. Fram kemur í dómsorði dómara sem sneri við sakfellingu Hemme að lögfræðingar hennar, sem starfa fyrir samtökin Innocence Project, hafi fært sönnur á að Hemme væri í reynd saklaus. Byggði sú niðurstaða meðal annars á gögnum sem verjendur hafi ekki vitað af þegar mál hennar var upphaflega rekið fyrir dómstólum. Litu fram hjá gögnum sem tengdu samstarfsmann við morðið Í ljós kom að lögregluyfirvöld höfðu horft fram hjá sönnunargögnum sem tengdu lögreglumanninn Michael Holman við málið en hann var síðar dæmdur í fangelsi fyrir annan glæp og lést árið 2015. Pallbíll Holmans sást til að mynda nærri vettvangi daginn sem morðið átti sér stað og ekki reyndist hægt að staðfesta fjarvistarsönnun hans. Sýna gögn að hann hafi notað kreditkort fórnarlambsins sem hann sagðist hafa séð í skurði og auk þess fundust gulleyrnalokkar á heimili Holmans sem faðir hinnar myrtu taldi vera hennar. Verjendur Hemme voru ekki upplýstir um neitt af þessu á sínum tíma. Hemme var nokkrum sinnum yfirheyrð af lögreglu undir áhrifum geðrofslyfja og öflugs róandi lyfs eftir að hafa verið lögð inn á geðsjúkrahús. Hún hafði áður stöku sinnum gengist undir geðmeðferð frá því að hún var tólf ára. Hemme yfirgaf loksins Chillicothe Correctional Center fangelsið í Missouri á föstudag og mun hún búa með systur sinni. Eftir að hún var látin laus átti hún endurfundi með fjölskyldu sinni í nálægum almenningsgarði þar sem hún faðmaði systur sína, dóttur og barnabarn.
Bandaríkin Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira