Velur þú að loka barnið þitt inni í herbergi með barnaníðingi? Álfhildur Leifsdóttir skrifar 20. júlí 2024 19:00 Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað. 13 ára aldurstakmark þessara miðla snýst ekki um að þá hafi börn þroska til þess að vera á samfélagsmiðlum, heldur er það löglegt fyrir stóru risana á bak við miðlana að safna gögnum um notendur sína þegar þeir hafa náð 13 ára aldri. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Snapchat er einstaklega varhugaverður staður þar sem fólk er gjarna undir dulnefni og auðvelt að bæta við nýjum "vinum". Þar er líka erfitt fyrir foreldra að fylgjast með því skilaboð og myndir hverfa. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni segja 35% barna á miðstigi og 65% barna á unglingastigi að foreldrar þeirra athugi aldrei hvað þau eru að gera á netinu. Undanfarið gert ég gert óformlega tilraun og samþykkt vinabeiðnir á Snapchat frá ýmsum aðilum. Undantekningarlaust koma skilaboð um hæl þar sem ég er spurð um aldur og sagt að senda mynd. Það er verið að kanna hvað sé hægt að vinna með á hinum endanum. Beiðnirnar skipta tugum og nýjar bætist við daglega, áreitið er gríðarlegt. Börn ráða eðlilega ekki við slíkt áreiti og kunna ekki að setja mörk í þessum samskiptum. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn hafa 58% unglingsstúlkna í 10. bekk á Íslandi orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 35% drengja, allt í gegnum samfélagsmiðla. Þetta eru gríðarlega háar tölur en líka tölur sem einfalt er að breyta til batnaðar. Svo mig langar að spyrja foreldra að eftirfarandi: mynduð þið loka barnið ykkar inni í herbergi með ókunnugum þegar líkurnar eru meiri en minni á að það lendi í aðstæðum sem það ræður ekki við eins og kynferðislegu áreiti eða misnotkun? Ekki? Þá þurfa foreldrar að hafa kjark og vit til að segja NEI við samfélagsmiðlanotkun barna. Fyrir þeirra öryggi, því ábyrgðin er okkar foreldranna. Höfundur er grunnskólakennari og foreldri í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað. 13 ára aldurstakmark þessara miðla snýst ekki um að þá hafi börn þroska til þess að vera á samfélagsmiðlum, heldur er það löglegt fyrir stóru risana á bak við miðlana að safna gögnum um notendur sína þegar þeir hafa náð 13 ára aldri. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Snapchat er einstaklega varhugaverður staður þar sem fólk er gjarna undir dulnefni og auðvelt að bæta við nýjum "vinum". Þar er líka erfitt fyrir foreldra að fylgjast með því skilaboð og myndir hverfa. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni segja 35% barna á miðstigi og 65% barna á unglingastigi að foreldrar þeirra athugi aldrei hvað þau eru að gera á netinu. Undanfarið gert ég gert óformlega tilraun og samþykkt vinabeiðnir á Snapchat frá ýmsum aðilum. Undantekningarlaust koma skilaboð um hæl þar sem ég er spurð um aldur og sagt að senda mynd. Það er verið að kanna hvað sé hægt að vinna með á hinum endanum. Beiðnirnar skipta tugum og nýjar bætist við daglega, áreitið er gríðarlegt. Börn ráða eðlilega ekki við slíkt áreiti og kunna ekki að setja mörk í þessum samskiptum. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn hafa 58% unglingsstúlkna í 10. bekk á Íslandi orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 35% drengja, allt í gegnum samfélagsmiðla. Þetta eru gríðarlega háar tölur en líka tölur sem einfalt er að breyta til batnaðar. Svo mig langar að spyrja foreldra að eftirfarandi: mynduð þið loka barnið ykkar inni í herbergi með ókunnugum þegar líkurnar eru meiri en minni á að það lendi í aðstæðum sem það ræður ekki við eins og kynferðislegu áreiti eða misnotkun? Ekki? Þá þurfa foreldrar að hafa kjark og vit til að segja NEI við samfélagsmiðlanotkun barna. Fyrir þeirra öryggi, því ábyrgðin er okkar foreldranna. Höfundur er grunnskólakennari og foreldri í Skagafirði.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun