Stutt gaman hjá strákunum sem réðu ekki við Serbana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 15:12 Tómas Valur Þrastarson skoraði átján stig í leiknum í dag. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta spilar um þrettánda sætið eftir 22 stiga tap á móti Serbíu á Evrópumótinu í Póllandi í dag, 101-79. Liðin voru að spila hreinan úrslitaleik um það hvort þeirra myndi sila um níunda til tólfta sætið og hvort spilaði um þrettánda til sextánda sætið. Tapið þýðir að íslensku strákarnir eru ekki búnir að tryggja sér áframhaldandi sæti í A-deildinni að ári. Almar Orri Atlason var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig en Tómas Valur Þrastarson skoraði 18 stig. Ágúst Goði Kjartansson var síðan með 10 stig og Daníel Ágúst Halldórsson skoraði 8 stig og gaf 7 stoðsendingar. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, tók forystuna í upphafi leiks og vann fyrsta leikhlutann 26-22. Íslenska liðið komst mest ellefu stigum yfir í öðrum leikhlutanum og útlitið var bjart. Þetta var því miður stutt gaman hjá strákunum í dag. Þeir töpuðu síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins 18-4 og staðan breyttist úr 42-33 fyrir Ísland í 51-46 fyrir Serbíu sem var hálfleiksstaðan. Serbarnir voru komin með undirtökin og voru áfram sterkari í seinni hálfleiknum. Þriðja leikhlutann unnu þeir 26-17 og leikinn á endanum sannfærandi með 22 stigum. Serbarnir pökkuðu íslenska liðinu saman í fráköstum sem þeir unnu með tuttugu fráköstum, 45-25. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Liðin voru að spila hreinan úrslitaleik um það hvort þeirra myndi sila um níunda til tólfta sætið og hvort spilaði um þrettánda til sextánda sætið. Tapið þýðir að íslensku strákarnir eru ekki búnir að tryggja sér áframhaldandi sæti í A-deildinni að ári. Almar Orri Atlason var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig en Tómas Valur Þrastarson skoraði 18 stig. Ágúst Goði Kjartansson var síðan með 10 stig og Daníel Ágúst Halldórsson skoraði 8 stig og gaf 7 stoðsendingar. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel, tók forystuna í upphafi leiks og vann fyrsta leikhlutann 26-22. Íslenska liðið komst mest ellefu stigum yfir í öðrum leikhlutanum og útlitið var bjart. Þetta var því miður stutt gaman hjá strákunum í dag. Þeir töpuðu síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiksins 18-4 og staðan breyttist úr 42-33 fyrir Ísland í 51-46 fyrir Serbíu sem var hálfleiksstaðan. Serbarnir voru komin með undirtökin og voru áfram sterkari í seinni hálfleiknum. Þriðja leikhlutann unnu þeir 26-17 og leikinn á endanum sannfærandi með 22 stigum. Serbarnir pökkuðu íslenska liðinu saman í fráköstum sem þeir unnu með tuttugu fráköstum, 45-25.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira