Keoghan er búsettur í Lundúnum en hefur undanfarið eytt miklum tíma í Hollywood. Ekki liggur fyrir hvernig hann og Gísli Pálmi urðu á vegi hvors annars en gera má ráð fyrir þeir tveir nái vel saman. Prakkarasvipurinn er að minnsta kosti sameiginlegur.

Einn áhugaverðasti leikari sinnar kynslóðar
Keoghan á að baki sér glæstan kvikmyndaferil en hefur þó sjaldan skinið skærar en akkúrat núna. Hann fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Saltburn sem er á vörum margra og hefur meðal annars verið nefndur einn áhugaverðasti leikari sinnar kynslóðar.
Ástarsamband Keoghan og poppstjörnunnar Sabrinu Carpenter hefur vakið mikla athygli, enda hvort um sig að slá í gegn á sínu sviði. Hún á tvö vinsælustu lög sumarsins, Espresso og Please, Please, Please. Í tónlistarmyndbandi við síðarnefnda lagið fer Keoghan með aðalhlutverk.
Með annan fótinn í Lundúnum
Gísli Pálmi sló tóninn fyrir nýja bylgju íslensks rapps með plötu sinni Gísla Pálma árið 2015. Síðan hefur hann gefið út stöku lag á stangli, en látið vera að fylgja plötunni eftir með öðru heilsteyptu meistaraverki. Staða hans sem rappara númer eitt stendur þó óhögguð í huga margra, þrátt fyrir takmarkaða útgáfustarfsemi.
Á allra síðustu árum hefur Gísli verið með annan fótinn í Lundúnum þar sem hann er einnig til heimilis.