Segja Musk hyggjast styrkja Trump um 45 milljónir dala á mánuði Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 16. júlí 2024 06:32 Trump mætti vígreifur á landsþing Repúblikana sem hófst í gær. Auður Musk er metinn á 252 milljarða dala. AP/epa Auðjöfurinn Elon Musk hyggst leggja kosningabaráttu Donald Trump til 45 milljónir dala á mánuði en hann hefur þegar gefið umtalsverðar upphæðir til framboðsins. Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Þetta hafa Wall Street Journal og Bloomberg eftir ónefndum heimildarmönnum sem þekkja til en Musk hafði áður sagt að hann hygðist hvorki styðja Trump né Biden. Stærsta fjárframlagið sem heyrst hefur af fyrir þessar forsetakosningar kom frá auðjöfrinum x, sem gaf 50 milljónir dala í kosningasjóð til handa Trump. Musk er sagður munu veita framlaginu í gegnum kosningasjóð sem hefur þegar verið styrktur af vinum og samstarfsmönnum hans, þeirra á meðal Joe Lonsdale. Lonsdale stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Palantir með Peter Thiel, sem er fjárhagslegur stuðningsmaður J.D. Vance, varaforsetaefnis Trump. Sjóðurinn sem Musk hyggst gefa í, America Pac, mun meðal annars verða notaður til að auka kjörsókn Repúblikana í þeim ríkjum sem munu ráða úrslitum í kosningunum. Trump mætti á landsþing Rebúplikanaflokksins í Milwaukee í gær með sárabindi á eyranu. Honum var ákaft fagnað af þúsundum stuðningsmanna sinna, tveimur dögum eftir banatilræði við hann. Trump kom til fundarins með hnefann á lofti, sem tákn um baráttuanda sinn, og undir hljómaði lagið „God Bless the USA“, amerískt ættjarðarlag eftir kántrísöngvarann Lee Greenwood. Hann gekk hægum skrefum í gegnum mannfjöldann, en margir felldu tár og kyrjuðu „fight, fight, fight“ eða „berjast, berjast, berjast“ líkt og Trump gerði eftir tilræðið. Því næst heilsaði hann háttsettu fólki innan flokksins sem og fjölskyldu sinni, en athygli vakti að eiginkona hans, Melania var ekki viðstödd. Trump tók ekki til máls, en hlustaði á ræður og virtist snortinn yfir viðbrögðum viðstaddra. Með Trump var varaforsetaefni hans, sem tilkynnt var um í gær, James David Vance, 39 ára öldungadeildarþingmaður frá Ohio. Stuttu eftir setningu landsþingsins var Trump formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins, eftir atkvæðagreiðslu með nafnakalli meðal rúmlega 2.500 fulltrúa flokksins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira