Fulltrúar Hamas og Fatah funda í Kína í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 13:24 Xi Jinping Kínaforseti og utanríkisráðherrann Wang Yi ræða saman. Stjórnvöld í Kína hafa löngum freistað þess að taka sér hlutverk sáttasemjara í ýmsum deilum. AP/Sergey Savostyanov Fulltrúar Hamas og Fatah munu funda í Kína í næstu viku og freista þess að ná saman, sem margir segja forsendu þess að hægt verði að endurbyggja Gasa að átökum loknum. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, mun leiða sendinefnd samtakanna en Fatah mun senda þrjá fulltrúa, þeirra á meðal Mahmoud al-Aloul, varaformann flokksins. Fundað verður í Pekíng. Fulltrúar Hamas og Fatah hittust síðast í höfuðborginni í apríl síðastliðnum en fundir þeirra þá skiluðu ekki áþreifanlegum árangri. Kína hefur freistað þess að miðla málum milli fylkinganna, sem hafa barist um völd á Gasa og Vesturbakkanum. Samkvæmt talsmanni Fatah munu sendinefndirnar funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, 21. og 23. júlí en einnig hittast þess á milli. Bandaríkjamenn hafa sagt að Palestínska heimastjórnin, sem er undir stjórn Fatah, ætti að spila stóran þátt í endurreisn Gasa en þáttur Hamas er á reiki. Flestir eru sammála um að Ísraelsmönnum muni ekki takast að útrýma Hamas, eins og þeir hafa heitið, og að Hamas verði að eiga einhverja aðkomu að málum. Á sama tíma myndi aðkoma Hamas torvelda allar aðgerðir, þar sem mörg ríki hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök og bannað alla fjármögnun slíkra samtaka. Leiðtogar Hamas hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að afsala sér yfirráðum á Gasa, það er að segja stjórnun svæðisins dag frá degi, en hafa þverneitað að leggja niður hernaðararm samtakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Kína Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, mun leiða sendinefnd samtakanna en Fatah mun senda þrjá fulltrúa, þeirra á meðal Mahmoud al-Aloul, varaformann flokksins. Fundað verður í Pekíng. Fulltrúar Hamas og Fatah hittust síðast í höfuðborginni í apríl síðastliðnum en fundir þeirra þá skiluðu ekki áþreifanlegum árangri. Kína hefur freistað þess að miðla málum milli fylkinganna, sem hafa barist um völd á Gasa og Vesturbakkanum. Samkvæmt talsmanni Fatah munu sendinefndirnar funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, 21. og 23. júlí en einnig hittast þess á milli. Bandaríkjamenn hafa sagt að Palestínska heimastjórnin, sem er undir stjórn Fatah, ætti að spila stóran þátt í endurreisn Gasa en þáttur Hamas er á reiki. Flestir eru sammála um að Ísraelsmönnum muni ekki takast að útrýma Hamas, eins og þeir hafa heitið, og að Hamas verði að eiga einhverja aðkomu að málum. Á sama tíma myndi aðkoma Hamas torvelda allar aðgerðir, þar sem mörg ríki hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök og bannað alla fjármögnun slíkra samtaka. Leiðtogar Hamas hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að afsala sér yfirráðum á Gasa, það er að segja stjórnun svæðisins dag frá degi, en hafa þverneitað að leggja niður hernaðararm samtakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Kína Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira