Hringurinn þrengist í leitinni að varaforsetaefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 12:12 Rubio, Vance og Burgum eru sagðir standa eftir í leitinni að varaforsetaefni Trump. Getty Donald Trump hefur enn ekki greint frá því hvern hann hyggst útnefna sem varaforseta efni sitt en hann er sagður hafa farið fram og til baka, líkt og árið 2016. Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira