Hringurinn þrengist í leitinni að varaforsetaefni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 12:12 Rubio, Vance og Burgum eru sagðir standa eftir í leitinni að varaforsetaefni Trump. Getty Donald Trump hefur enn ekki greint frá því hvern hann hyggst útnefna sem varaforseta efni sitt en hann er sagður hafa farið fram og til baka, líkt og árið 2016. Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Samkvæmt New York Times standa þrír eftir; öldungadeildarþingmennirnir J.D. Vance frá Ohio og Marco Rubio frá Flórída og Doug Burgum, ríkisstjóri Norður-Dakóta. Trump hefur verið nokkuð óljós með það hvenær hann myndi tilkynna um valið og bæði sagst munu greina frá ákvörðun sinni fyrir og á landsþingi Repúblikana. Árið 2016 tilkynnti hann að Mike Pence yrði varaforseta efni sitt tveimur dögum fyrir landsþingið og er sagður hafa efast um ákvörðun sína fram á síðustu stundu. Trump sagði fyrir sex mánuðum að hann hefði komist að niðurstöðu en síðan þá hefur hann farið fram og aftur í yfirlýsingum sínum, meðal annars um þá þætti sem munu ráða úrslitum. The dude is just built different. pic.twitter.com/D2yzskFfyA— J.D. Vance (@JDVance1) July 14, 2024 Á mánudaginn fyrir viku sagðist Trump myndu velja einhvern sem yrði góður forseti en gæti einnig hjálpað sér til að ná kjöri. Tveir einstaklingar sem ræddu við Trump í síðustu viku sögðu við NYT að svo virtist sem hann hefði ekki gert upp hug sinn. Þá sögðu tveir ráðgjafar hans á föstudag að hann hefði ekki enn haft samband við neinn að þeim sem kæmu til greina. „Þetta er ekki bara einangrað tilvik,“ sagði Vance um skotárásina á Trump um helgina. „Megin skilaboð Biden-framboðsins eru að Donald Trump forseti sé einræðishyggju fasisti sem verði að stöðva hvað sem það kostar. Sú orðræða átti beinan þátt í banatilræðinu á hendur Trump.“ „Guð verndaði Trump forseta,“ sagði Rubio á X. Burgum sagði alla hafa vitað að Trump væri sterkari en óvinir hans. Nú hefði hann sýnt það. „Bandaríkin þurfa 180 snúning þaðan sem Biden hefur leitt okkur! Donald Trump mun gera Bandaríkin mikil á ný!,“ sagði Burgum einnig.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira