Ávarpaði þjóðina og hvatti menn til að „kæla“ orðræðuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 06:49 Biden ávarpaði þjóðina frá Hvíta húsinu í gær. AP/New York Times/Erin Schaff Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði bandarísku þjóðina frá Hvíta húsinu í gærkvöldi og hvatti til samstöðu gagnvart sundrung og reiði. Hann sagði of mikinn hita og reiði einkenna pólitíska orðræðu í landinu og hvatti menn til að „kæla hana niður“. Tilefni ávarps forsetans var banatilræðið gegn Donald Trump í Pennsylvaníu á laugardag. Sjálfur sagði Trump í samtali við Washington Examiner í gær að hann væri núna fyrst að átta sig á því hvað hefði gerst. Þá hét hann því að nota ræðu sína á landsþingi Repúblikana, sem hefst í dag, til að sameina þjóðina og jafnvel alla heimsbyggðina. „Ræðan verður mjög ólík því sem hún hefði verið fyrir tveimur dögum,“ sagði hann. Biden hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig árásarmaðurinn komst upp á þak nærri sviðinu þar sem Trump var að halda kosningaræðu þegar hann var skotinn. Alríkislögreglan hefur varað við því að hótunum um ofbeldi í tengslum við kosningarnar hafi fjölgað í kjölfar árásarinnar. „Við getum ekki og megum ekki ganga þennan veg í Bandaríkjunum,“ sagði Biden og vísaði til fleiri dæma um ofbeldi í tengslum við pólitík, svo sem árásina á þinghúsið og árásina á eiginmann Nancy Pelosi. Þá sagði hann Corey Comperator hetju en hann lést á kosningafundinum á laugardag þegar hann freistaði þess að skýla konu sinni og dóttur frá skotum. Samsæriskenningar varðandi tilræðið gegn Trump fara nú eins og eldur í sinu í netheimum og þá hafa Repúblikanar sakað Biden um að eiga þátt að máli með því að stilla Trump upp sem ógn við lýðræðið. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Tilefni ávarps forsetans var banatilræðið gegn Donald Trump í Pennsylvaníu á laugardag. Sjálfur sagði Trump í samtali við Washington Examiner í gær að hann væri núna fyrst að átta sig á því hvað hefði gerst. Þá hét hann því að nota ræðu sína á landsþingi Repúblikana, sem hefst í dag, til að sameina þjóðina og jafnvel alla heimsbyggðina. „Ræðan verður mjög ólík því sem hún hefði verið fyrir tveimur dögum,“ sagði hann. Biden hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig árásarmaðurinn komst upp á þak nærri sviðinu þar sem Trump var að halda kosningaræðu þegar hann var skotinn. Alríkislögreglan hefur varað við því að hótunum um ofbeldi í tengslum við kosningarnar hafi fjölgað í kjölfar árásarinnar. „Við getum ekki og megum ekki ganga þennan veg í Bandaríkjunum,“ sagði Biden og vísaði til fleiri dæma um ofbeldi í tengslum við pólitík, svo sem árásina á þinghúsið og árásina á eiginmann Nancy Pelosi. Þá sagði hann Corey Comperator hetju en hann lést á kosningafundinum á laugardag þegar hann freistaði þess að skýla konu sinni og dóttur frá skotum. Samsæriskenningar varðandi tilræðið gegn Trump fara nú eins og eldur í sinu í netheimum og þá hafa Repúblikanar sakað Biden um að eiga þátt að máli með því að stilla Trump upp sem ógn við lýðræðið.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira