Bronny James hefur klikkað á öllum skotunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 14:00 Bronny James Jr. í níunni hjá Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki náð að skora níu stig í einum leik í Sumardeildinni. Getty/Thearon W. Henderson Los Angeles Lakers valdi Bronny James, tvítugan son LeBron James, í nýliðavalinu á dögunum en það er ekki hægt að segja að strákurinn sé að heilla marga með frammistöðu sinni í Sumardeild NBA. Bronny var valinn númer 55 í nýliðavalinu og LeBron James fékk því ósk sína uppfyllta um að fá að spila við hlið sonar síns í NBA. Hvort að strákurinn fái margar mínútur er þó langt frá því að vera öruggt. Hann er nefnilega ekki skila merkilegri frammistöðu í Sumardeildinni. pic.twitter.com/Pou3WNdFus— Bronny (@BronnyJamesJr) July 6, 2024 Einn af kostum Bronny James átti að vera góð nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur hins vegar klikkað á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum í Sumardeildinni og er með aðeins 23 prósent skotnýtingu samtals. Bara sex skot hafa farið niður úr 26 tilraunum. Í síðasta leik skoraði hann átta stig og hitti úr 3 af 14 skotum sínum. Hann reyndi átta þriggja stiga skot án árangurs. Lakers tapaði leiknum 99-80 á móti Houston Rockets. Bronny var með fimm fráköst og enga stoðsendingu á 27 mínútum. Í fyrsta leiknum sem tapaðist 108-94 á móti Sacramento Kings var Bronny með fjögur stig á 21 mínútu auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Í öðrum leiknum sem tapaðist 80-76 á móti Miami Heat var Bronny með þrjú stig á 29 mínútu auk þess að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hann er því samanlagt í þremur leikjum með 15 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á 77 mínútum í þessum þremur leikjum sínum í Sumardeildinni. Ef við uppfærum þær tölur á 30 mínútur þá eru það 5,8 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar. Hann er heldur ekki að spila við bestu leikmenn NBA heldur við nýliða og leikmenn sem dreymir um að komast að í NBA deildinni. Það er þvi erfitt að vera bjartsýnn fyrir hönd NBA ferils Bronny James þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira
Bronny var valinn númer 55 í nýliðavalinu og LeBron James fékk því ósk sína uppfyllta um að fá að spila við hlið sonar síns í NBA. Hvort að strákurinn fái margar mínútur er þó langt frá því að vera öruggt. Hann er nefnilega ekki skila merkilegri frammistöðu í Sumardeildinni. pic.twitter.com/Pou3WNdFus— Bronny (@BronnyJamesJr) July 6, 2024 Einn af kostum Bronny James átti að vera góð nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur hins vegar klikkað á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum í Sumardeildinni og er með aðeins 23 prósent skotnýtingu samtals. Bara sex skot hafa farið niður úr 26 tilraunum. Í síðasta leik skoraði hann átta stig og hitti úr 3 af 14 skotum sínum. Hann reyndi átta þriggja stiga skot án árangurs. Lakers tapaði leiknum 99-80 á móti Houston Rockets. Bronny var með fimm fráköst og enga stoðsendingu á 27 mínútum. Í fyrsta leiknum sem tapaðist 108-94 á móti Sacramento Kings var Bronny með fjögur stig á 21 mínútu auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Í öðrum leiknum sem tapaðist 80-76 á móti Miami Heat var Bronny með þrjú stig á 29 mínútu auk þess að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hann er því samanlagt í þremur leikjum með 15 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á 77 mínútum í þessum þremur leikjum sínum í Sumardeildinni. Ef við uppfærum þær tölur á 30 mínútur þá eru það 5,8 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar. Hann er heldur ekki að spila við bestu leikmenn NBA heldur við nýliða og leikmenn sem dreymir um að komast að í NBA deildinni. Það er þvi erfitt að vera bjartsýnn fyrir hönd NBA ferils Bronny James þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira