Segir fáránlegt að enginn axli ábyrgð á banaslysinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 16:48 Hópur mótorhjólamanna ætlar að aka frá Korputorgi að Kjalarnesi klukkan 19 á mánudaginn, og stöðva þar á báðum akreinum í stutta stund. Vísir/Vilhelm Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð. Þann 28. júní létust tveir þegar húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, á nýlögðu malbiki. Í ljós kom að malbikið þar sem slysið varð stóðst ekki staðla útboðsskilmála um viðnám, og var mun hálla en Vegagerðin ætlaðist til. Í síðustu viku greindi mbl frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður mál í tengslum við banaslysið. Þar segir að við rannsókn málsins hafi starfsmaður verkkaupa, verkstjóri slitlagningar, eftirlitsmaður og deildarstjóri framleiðsludeildar hjá framleiðanda malbiksins haft réttarstöðu sakbornings. Niðurstaða héraðssaksóknara var hins vegar sú að ekki hafi verið talið að þau gögn sem komu fram hafi verið nægileg eða líkleg til sakfellis. Málið hafi því verið fellt niður. Fáránlegt að enginn beri ábyrgð Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjanda viðburðarins. Hann segir algjörlega fáránlegt að enginn sé dreginn til ábyrgðar. „Vegamálastjóri viðurkenndi þessi mistök á sínum tíma. Það er engann vegin ásættanlegt að svona geti gerst og enginn taki ábyrgð á því,“ segir Atli. Málið sé í raun og veru ekkert flóknara en það. Mótmælin snúist um að einhver taki ábyrgð á því að lagt hafi verið gallað malbik, sem leiddi til banaslyss. Hann vonar að sem flestir mótorhjólamenn sjái sér fært að mæta. Sjá viðburðinn á Facebook. Vegagerð Samgönguslys Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Tveir létust í slysinu á Kjalarnesi Slysið varð á fjórða tímanum í dag. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Þann 28. júní létust tveir þegar húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, á nýlögðu malbiki. Í ljós kom að malbikið þar sem slysið varð stóðst ekki staðla útboðsskilmála um viðnám, og var mun hálla en Vegagerðin ætlaðist til. Í síðustu viku greindi mbl frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður mál í tengslum við banaslysið. Þar segir að við rannsókn málsins hafi starfsmaður verkkaupa, verkstjóri slitlagningar, eftirlitsmaður og deildarstjóri framleiðsludeildar hjá framleiðanda malbiksins haft réttarstöðu sakbornings. Niðurstaða héraðssaksóknara var hins vegar sú að ekki hafi verið talið að þau gögn sem komu fram hafi verið nægileg eða líkleg til sakfellis. Málið hafi því verið fellt niður. Fáránlegt að enginn beri ábyrgð Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjanda viðburðarins. Hann segir algjörlega fáránlegt að enginn sé dreginn til ábyrgðar. „Vegamálastjóri viðurkenndi þessi mistök á sínum tíma. Það er engann vegin ásættanlegt að svona geti gerst og enginn taki ábyrgð á því,“ segir Atli. Málið sé í raun og veru ekkert flóknara en það. Mótmælin snúist um að einhver taki ábyrgð á því að lagt hafi verið gallað malbik, sem leiddi til banaslyss. Hann vonar að sem flestir mótorhjólamenn sjái sér fært að mæta. Sjá viðburðinn á Facebook.
Vegagerð Samgönguslys Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Tveir létust í slysinu á Kjalarnesi Slysið varð á fjórða tímanum í dag. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35