Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:31 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, stakk sér til sunds í Signu í morgun. Getty/Andrea Savoran Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024 Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast