Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögulega lækningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. júlí 2024 19:37 Auður Guðjónsdóttir og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007. Vísir/Bjarni Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða. Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira