Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 13:50 Bragi Þór er rísandi stjarna í heimi tónlistarinnar. Hann komst með tónsmíð sína í ítalskri tónlistarkeppni og verða lögin sem þangað komust flutt í New York eftir viku. aðsend Bragi Þór Valsson er tónlistarmaður er kominn í úrslit í ítalskri tónsmíðakeppni en lögin verða flutt í New York City eftir tæpar vikur. Íslendingar eru að gera það gott um víðan völl og það að Bragi Þór er einn af þeim. „Christina konan mín, sem er sjálf rithöfundur og listamaður, er dugleg að fylgjast með allskyns alþjóðlegum listakeppnum. Hún sendi mér upplýsingar um þessa ítölsku tónsmíða- og útsetningakeppni í vor og ég ákvað að taka þátt. Keppnin er haldin af ítalskri menningarstofnun sem heitir Accademica Musica Arte Teatro en styrktaraðilinn er amerískur,“ segir Bragi Þór. Samdi heila messu Bragi Þór hefur útsett tónlist fyrir kóra í rúm 25 ár en hafði lítið frumsamið af svokallaðri alvarlegri tónlist fyrr en árið 2018. „Þá ég ákvað að semja heila messu, gagngert af því að messuformið er flókið og maður þarf að semja marga mismunandi og mislanga kafla og því var um að gera að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti samið stór tónverk með því að ráðast beint á þann háa garð.“ Bragi stjórnar drengjakórnum Drakensberg Boys’ Choir árið 2011. Þeir flytja útsetningu hans af lagi Emiliönu Torrini, Jungle. Nú stefnir sem sagt í það að tónverk eftir Braga Þór verði loksins frumflutt núna í ár en amerískur atvinnukór hefur lýst áhuga á að frumflytja það í haust. Bragi útskýrir að keppnin hafi boðið upp á tvo flokka, til að senda tónlist í: „Annarsvegar frumsamið tónverk og hinsvegar útsetningu af ítölsku eða amerísku dægurlagi og í boði voru nokkur lög að velja úr. Ég sendi inn eina tónsmíð sem ég kalla Dancing With Ghosts og eina útsetningu af laginu Can’t Help Falling in Love, báðar sérskrifaðar fyrir sönghópinn sem flytur lögin svo á úrslitatónleikunum, en þau syngja yfirleitt sexradda sem ég er ekki vanur að semja eða útsetja fyrir.“ Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Fyrir nokkrum dögum gaf keppnin svo út hvaða fjórar tónsmíðar og þrjár útsetningar komust í úrslit. Bragi Þór var þar á báðum listum sem er auðvitað mjög spennandi, ekki síst þar sem Bragi sér ekki betur en að öll önnur nöfn á listanum séu ítölsk. Sýnishorn af messunni Missa Cappella eftir Braga. Úrslitin verða kynnt í hinni víðfrægu Lincoln Center í NYC á tónleikum 25. júlí sem hefjast kl 18:30 að þeirra tíma og verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu keppninnar: „Ég kemst því miður ekki til New York sjálfur því sama kvöld er ég að dæma í úrslitum stærstu kórakeppni sunnanverðrar Afríku sem fara fram í Höfðaborg en ég ætla auðvitað að reyna að sjá hvort afríska nettengingin ræður við að horfa á útsendinguna,“ segir Bragi Þór og ljóst að það er í ýmsu að snúast hjá íslensku listafólki. Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
Íslendingar eru að gera það gott um víðan völl og það að Bragi Þór er einn af þeim. „Christina konan mín, sem er sjálf rithöfundur og listamaður, er dugleg að fylgjast með allskyns alþjóðlegum listakeppnum. Hún sendi mér upplýsingar um þessa ítölsku tónsmíða- og útsetningakeppni í vor og ég ákvað að taka þátt. Keppnin er haldin af ítalskri menningarstofnun sem heitir Accademica Musica Arte Teatro en styrktaraðilinn er amerískur,“ segir Bragi Þór. Samdi heila messu Bragi Þór hefur útsett tónlist fyrir kóra í rúm 25 ár en hafði lítið frumsamið af svokallaðri alvarlegri tónlist fyrr en árið 2018. „Þá ég ákvað að semja heila messu, gagngert af því að messuformið er flókið og maður þarf að semja marga mismunandi og mislanga kafla og því var um að gera að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti samið stór tónverk með því að ráðast beint á þann háa garð.“ Bragi stjórnar drengjakórnum Drakensberg Boys’ Choir árið 2011. Þeir flytja útsetningu hans af lagi Emiliönu Torrini, Jungle. Nú stefnir sem sagt í það að tónverk eftir Braga Þór verði loksins frumflutt núna í ár en amerískur atvinnukór hefur lýst áhuga á að frumflytja það í haust. Bragi útskýrir að keppnin hafi boðið upp á tvo flokka, til að senda tónlist í: „Annarsvegar frumsamið tónverk og hinsvegar útsetningu af ítölsku eða amerísku dægurlagi og í boði voru nokkur lög að velja úr. Ég sendi inn eina tónsmíð sem ég kalla Dancing With Ghosts og eina útsetningu af laginu Can’t Help Falling in Love, báðar sérskrifaðar fyrir sönghópinn sem flytur lögin svo á úrslitatónleikunum, en þau syngja yfirleitt sexradda sem ég er ekki vanur að semja eða útsetja fyrir.“ Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Fyrir nokkrum dögum gaf keppnin svo út hvaða fjórar tónsmíðar og þrjár útsetningar komust í úrslit. Bragi Þór var þar á báðum listum sem er auðvitað mjög spennandi, ekki síst þar sem Bragi sér ekki betur en að öll önnur nöfn á listanum séu ítölsk. Sýnishorn af messunni Missa Cappella eftir Braga. Úrslitin verða kynnt í hinni víðfrægu Lincoln Center í NYC á tónleikum 25. júlí sem hefjast kl 18:30 að þeirra tíma og verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu keppninnar: „Ég kemst því miður ekki til New York sjálfur því sama kvöld er ég að dæma í úrslitum stærstu kórakeppni sunnanverðrar Afríku sem fara fram í Höfðaborg en ég ætla auðvitað að reyna að sjá hvort afríska nettengingin ræður við að horfa á útsendinguna,“ segir Bragi Þór og ljóst að það er í ýmsu að snúast hjá íslensku listafólki.
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira