Höfða mál vegna dauða sonar síns af völdum One Chip Challenge Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 08:21 Wolobah veiktist í skólanum sínum eftir að hafa neytt One Chip Challenge með vinum sínum. Foreldrar Harris Wolobah, sem lést eftir að hafa tekið þátt í „einnar flögu áskoruninni“ (e. One Chip Challenge) hafa höfðað mál á hendur Paqui, framleiðanda flögunnar. One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira