Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 11. júlí 2024 11:00 Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir. Nýlega birtist frétt á RÚV með þeirri fullyrðingu að fjöldi erlendra gerenda í kynferðisbrotamálum hafi nær tvöfaldast. Í fréttinni birtust svör dómsmálaráðherra eftir að óskað hafi verið eftir svörum um hlutfall erlendra í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á árunum 2020 - 2022. Á þessum árum var Covid-19 enn áhrifamikið en ég ætla að fara yfir tölurnar frá 2022 í þessu svari frá dómsmálaráðherra þar sem þær eru nýjastar. Allt kynferðisofbeldi hefur aukist Samkvæmt skýrslunni kemur fram að alls voru skráð 622 kynferðisbrot árið 2022, þar af voru 100 gerendur erlendir karlmenn sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni. Sama orðræða og á stríðsárunum Þegar gerendur af erlendum uppruna komast í fréttir fyllast athugasemdakerfin af rasískum ummælum. Það á helst að henda þessum mönnum úr landi, koma í veg fyrir að þeir geti unnið hér á landi, hávært ákall eftir nafngreiningum og hugmyndir um að hægt sé að sía út nauðgara við landamærin. Sama orðræða á rætur sínar að rekja til stríðsáranna þar sem erlendum hermönnum var meinað að koma til Íslands vegna ímyndaðs eignaréttar íslenskra karla á íslenskum konum. Þegar gerendur í kynferðisbrotamálum eru hins vegar íslenskir, sér í lagi þekktir, þá köllum við nafngreiningar á þeim slaufunarmenningu og þolendur peningagráðuga lygara í leit að athygli. Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann! Meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari En hvers vegna er fólk reiðara þegar erlendir karlmenn brjóta af sér? Breytir það einhverju hvort þolandinn er íslenskur eða erlendur? Það að taka afstöðu þegar þolandi er íslensk kona og gerandi er erlendur karlmaður er rasískt og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir. Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni? Tölfræðin einfaldlega segir okkur að það eru miklu meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari en útlendingurinn og tölfræðin segir okkur það líka að ef gerandi er af erlendum uppruna þýðir ekki endilega að þolandi sé íslenskur. Valkvæð afstaða með þolendum eftir þjóðerni gerenda hjálpar þolendum ekki neitt og er enn ein leið feðraveldisins til þess að flokka konur niður í verðuga eða óverðuga þolendur. Íslenskir ofbeldismenn 83.8% gerenda Við komumst aldrei nálægt því að vinna gegn þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er ef við horfumst ekki í augu við það að kynferðisofbeldi spyr ekki um uppruna né stöðu í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi hefur sjaldnast afleiðingar fyrir annan en þolandann og því verðum við að breyta. Ég sjálf hefði í raun verið eilítið „heppnari“ ef maðurinn sem braut á mér hefði ekki verið íslenskur vegna þess að þegar gerendur eru erlendir eða þekktir að þá hleypur rannsóknartími lögreglunnar á vikum eða mánuðum í stað ára. Væri ég síður verðugur þolandi ef ég væri erlend kona og orðið fyrir ofbeldi af hendi íslenskum karlmanni? Samkvæmt skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 eru flestir ofbeldismenn íslenskir eða um 83.8%. Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum. Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra. Er þá ekki eitthvað til í því sem Ólöf Tara segir? Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum hér á landi? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Innflytjendamál Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir. Nýlega birtist frétt á RÚV með þeirri fullyrðingu að fjöldi erlendra gerenda í kynferðisbrotamálum hafi nær tvöfaldast. Í fréttinni birtust svör dómsmálaráðherra eftir að óskað hafi verið eftir svörum um hlutfall erlendra í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á árunum 2020 - 2022. Á þessum árum var Covid-19 enn áhrifamikið en ég ætla að fara yfir tölurnar frá 2022 í þessu svari frá dómsmálaráðherra þar sem þær eru nýjastar. Allt kynferðisofbeldi hefur aukist Samkvæmt skýrslunni kemur fram að alls voru skráð 622 kynferðisbrot árið 2022, þar af voru 100 gerendur erlendir karlmenn sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni. Sama orðræða og á stríðsárunum Þegar gerendur af erlendum uppruna komast í fréttir fyllast athugasemdakerfin af rasískum ummælum. Það á helst að henda þessum mönnum úr landi, koma í veg fyrir að þeir geti unnið hér á landi, hávært ákall eftir nafngreiningum og hugmyndir um að hægt sé að sía út nauðgara við landamærin. Sama orðræða á rætur sínar að rekja til stríðsáranna þar sem erlendum hermönnum var meinað að koma til Íslands vegna ímyndaðs eignaréttar íslenskra karla á íslenskum konum. Þegar gerendur í kynferðisbrotamálum eru hins vegar íslenskir, sér í lagi þekktir, þá köllum við nafngreiningar á þeim slaufunarmenningu og þolendur peningagráðuga lygara í leit að athygli. Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann! Meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari En hvers vegna er fólk reiðara þegar erlendir karlmenn brjóta af sér? Breytir það einhverju hvort þolandinn er íslenskur eða erlendur? Það að taka afstöðu þegar þolandi er íslensk kona og gerandi er erlendur karlmaður er rasískt og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir. Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni? Tölfræðin einfaldlega segir okkur að það eru miklu meiri líkur á að vinur þinn sé nauðgari en útlendingurinn og tölfræðin segir okkur það líka að ef gerandi er af erlendum uppruna þýðir ekki endilega að þolandi sé íslenskur. Valkvæð afstaða með þolendum eftir þjóðerni gerenda hjálpar þolendum ekki neitt og er enn ein leið feðraveldisins til þess að flokka konur niður í verðuga eða óverðuga þolendur. Íslenskir ofbeldismenn 83.8% gerenda Við komumst aldrei nálægt því að vinna gegn þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er ef við horfumst ekki í augu við það að kynferðisofbeldi spyr ekki um uppruna né stöðu í samfélaginu. Kynbundið ofbeldi hefur sjaldnast afleiðingar fyrir annan en þolandann og því verðum við að breyta. Ég sjálf hefði í raun verið eilítið „heppnari“ ef maðurinn sem braut á mér hefði ekki verið íslenskur vegna þess að þegar gerendur eru erlendir eða þekktir að þá hleypur rannsóknartími lögreglunnar á vikum eða mánuðum í stað ára. Væri ég síður verðugur þolandi ef ég væri erlend kona og orðið fyrir ofbeldi af hendi íslenskum karlmanni? Samkvæmt skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 eru flestir ofbeldismenn íslenskir eða um 83.8%. Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum. Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra. Er þá ekki eitthvað til í því sem Ólöf Tara segir? Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum hér á landi? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun