Trump ræðst gegn Harris og beinir athygli að Rubio Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 10:44 Trump fór mikinn í ræðu sinni í gær. AP/Marta Lavandier Donald Trump virðist nú undirbúa sig undir það að Joe Biden muni mögulega stíga til hliðar og að varaforsetinn Kamala Harris verði forsetaefni Demókrata í hans stað. Trump, sem hefur látið fara lítið fyrir sér síðustu viku, hefur hingað til veitt Harris litla athygli en réðist gegn henni í ræðu í gær og gerði meðal annars grín að hlátrinum hennar. Forsetinn fyrrverandi þóttist hafa samúð með Biden, sem hann sagði illa farið með. Nú vildi Demókrataflokkurinn víkja honum til hliðar eftir 90 mínútna lélega frammistöðu. „Það er skammarlegt hvernig þau koma fram við hann. En ég vorkenni honum ekki. Hann er mjög vondur maður,“ sagði Trump meðal annars. Trump varði síðan nokkrum mínútum í að gera lítið úr Harris og gerði því skóna að vanhæfni hennar til að sinna forsetaembættinu væri eina ástæðan fyrir því að Demókrataflokkurinn hefði ekki þegar látið Biden fjúka. „Ef Joe hefði valið einhvern sem var jafnvel bara hálfvegis hæfur hefðu þeir vikið honum úr stólnum fyrir mörgum árum,“ sagði Trump. Trump sakaði Demókrata um að villa um fyrir þjóðinni varðandi heilsu Biden og staðhæfði enn og aftur að af forsetakosningunum 2020 hefði verið „stolið“. Þá skoraði hann á Biden að mæta sér á golfvellinum. Forsetinn fyrrverandi lét einnig að því liggja að hann væri búinn að gera upp hug sinn varðandi eigið varaforsetaefni og beindi athyglinni ítrekað að Marco Rubio, sem var meðal viðstaddra. Rubio er öldungadeildarþingmaður fyrir Flórída og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Trump er sagður munu tilkynna ákvörðun sína fyrir landsþing Repúblikana, sem hefst á mánudaginn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump, sem hefur látið fara lítið fyrir sér síðustu viku, hefur hingað til veitt Harris litla athygli en réðist gegn henni í ræðu í gær og gerði meðal annars grín að hlátrinum hennar. Forsetinn fyrrverandi þóttist hafa samúð með Biden, sem hann sagði illa farið með. Nú vildi Demókrataflokkurinn víkja honum til hliðar eftir 90 mínútna lélega frammistöðu. „Það er skammarlegt hvernig þau koma fram við hann. En ég vorkenni honum ekki. Hann er mjög vondur maður,“ sagði Trump meðal annars. Trump varði síðan nokkrum mínútum í að gera lítið úr Harris og gerði því skóna að vanhæfni hennar til að sinna forsetaembættinu væri eina ástæðan fyrir því að Demókrataflokkurinn hefði ekki þegar látið Biden fjúka. „Ef Joe hefði valið einhvern sem var jafnvel bara hálfvegis hæfur hefðu þeir vikið honum úr stólnum fyrir mörgum árum,“ sagði Trump. Trump sakaði Demókrata um að villa um fyrir þjóðinni varðandi heilsu Biden og staðhæfði enn og aftur að af forsetakosningunum 2020 hefði verið „stolið“. Þá skoraði hann á Biden að mæta sér á golfvellinum. Forsetinn fyrrverandi lét einnig að því liggja að hann væri búinn að gera upp hug sinn varðandi eigið varaforsetaefni og beindi athyglinni ítrekað að Marco Rubio, sem var meðal viðstaddra. Rubio er öldungadeildarþingmaður fyrir Flórída og fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Trump er sagður munu tilkynna ákvörðun sína fyrir landsþing Repúblikana, sem hefst á mánudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira